Kynningarskrá 2022

50 NÁTTÚRUGREINAR MIÐSTIG / UNGLINGASTIG ALLS KYNS ALLS KYNS UM KYNÞROSKANN – MIÐSTIG Í þessari teiknuðu stuttmynd er fjallað um kynþroskann og helstu breytingar sem verða á líkömum stelpna og stráka á þessu æviskeiði Getnaður er einnig útskýrður í máli og myndum Myndin er einkum ætluð nemendum á aldrinum 10–12 ára Hún er einnig til textuð ALLS KYNS UM KYNFERÐISMÁL – UNGLINGASTIG Í þessari teiknuðu stuttmynd er fjallað um ýmsar hliðar kynferðismála Rætt er um hugtök eins og kyn, kynvitund, kynhneigð og kynlíf Myndin er einkum ætluð 13–15 ára nemendum Hún er einnig til textuð SAMAN GEGN MATARSÓUN Saman gegn matarsóun fjallar um matarsóun út frá ýmsum ólíkum sjónarhornum Bókin samanstendur af tíu fjölbreyttum verkefnum sem tengjast sín á milli en einnig er hægt að vinna stök verkefni Verkefnin fjalla meðal annars um samfélagslegar, náttúrulegar og fjárhagslegar afleiðingar matarsóunar, af hverju nemendur ættu að láta sig málefnið varða og hvernig þeir geta unnið saman gegn matarsóun Verkefnin eru ætluð nemendum á unglingastigi en henta einnig á miðstigi Efnið samanstendur af rafbók sem er í senn verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar HREINT HAF Námsefnið Hreint haf fjallar um haflæsi og áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið Bókin samanstendur af fjórum köflum sem fjalla um mikilvægi hafsins í vistkerfinu, þær hættur sem steðja að því og hvernig einstaklingar, nemendur jafnt sem fullorðnir, geta gripið til aðgerða og haft áhrif Hafið er notað sem rauður þráður í kennslu um loftslagsbreytingar, neyslu og sjálfbærni Námsefnið er ætlað nemendum á aldrinum 10–18 ára og tengist vel grunnþáttum menntunar, þá sér í lagi sjálfbærni og lýðræði og mannréttindum, sköpun og heilbrigði og velferð Að auki styður námsefnið við skuldbindingar Íslands sem varða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Efnið samanstendur af rafbók, kennsluleiðbeiningum, verkefnabanka og hljóðbók KYNFRÆÐSLUVEFURINN Fjallað er á skýran og myndrænan hátt um helstu atriði í tengslum við kynþroska, kynlíf og kynheilbrigði Texti er stuttur og hnitmiðaður og hægt að velja hlustun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=