Kynningarskrá 2022

49 MIÐSTIG / UNGLINGASTIG NÁTTÚRUGREINAR MIÐSTIG / UNGLINGASTIG AUÐVITAÐ Námsefni í eðlis-, efna- og jarðfræði fyrir miðstig grunnskóla Kennsluleiðbeiningarnar eru orðnar viðameiri Efninu er skipað niður í meginatriðum þannig að eðlisfræðin er í fyrstu bókinni, jarðfræðin í annarri og efnafræðin í þeirri þriðju Á vef eru kennsluleiðbeiningar ásamt rafbókum og hljóðbókum AUÐVITAÐ 1 – Á FERÐ OG FLUGI Saga vísindanna, ljós, speglar og linsur, kraftar, vélar, mælingar og hljóð AUÐVITAÐ 2 – JÖRÐ Í ALHEIMI Fjallað um sólkerfið, jörðina og sögu hennar, myndun Íslands, landmótun, hafið, veður og loftslag AUÐVITAÐ 3 – HEIMILI Um nýsköpun og vísindaleg vinnubrögð, einfalda efnafræði, rúmmál, massa, varma, hamskipti, hitaþenslu, leysni og orku GRÆNU SKREFIN Grænu skrefin er kennslubók í umhverfismennt Umhverfismennt miðar að því að fólk gefi umhverfi sínu gaum og beri umhyggju fyrir því Í bókinni er unnið að því að skerpa skynjun nemenda á umhverfinu og þjálfa þá í að greina eigin aðstæður Bókin miðar að því að nemendur hugi að málefnum jarðarinnar, taki eitt skref í einu Hún bendir á leiðir sem hægt er að fara til að draga úr neyslu og endurnýta sem mest Efnið samanstendur af nemendabók og kennsluleiðbeiningum á vef NÁTTÚRULEGA 1 OG 2 Náttúrulega er kjarnaefni í náttúrugreinum fyrir miðstig Námsefnið er sniðið að hæfniviðmiðum náttúrugreina fyrir miðstig grunnskólans, lykilhæfni og grunnþætti menntunar Efnið samanstendur af nemendabók, rafbók með stafrænum viðbótum, verkefnabók, kennsluleiðbeiningum, námsmatsbanka og gagnvirkum verkefnum Náttúrulega 2 er skipt í fimm kafla sem hver og einn fjallar um undirgrein náttúrugreina Fyrsti kafli fjallar um plöntur, sveppi og þörunga Annar kafli fjallar um meltingakerfi mannslíkamans, taugakerfi, hormónakerfi og heyrn Þriðji kafli fjallar um eðlisfræðilega krafta og fjórði kafli um sólkerfið okkar Fimmti og síðasti kafli fjallar síðan um sjó við Ísland og vötn á Íslandi auk þess sem farið er í grunn í efnafræði Auk nemenda- og verkefnabókar fylgja námsefninu kennsluleiðbeiningar þar sem lagt er til hvernig er hægt að aðlaga efnið fyrir nemendur sem þess þurfa ásamt hugmyndum að verkefnum og æfingum Í námsmatsbanka eru tillögur að námsmati, m a í formi verklegra æfinga, tilrauna, prófa og hópverkefna Efnið samanstendur af nemendabók, rafbók, verkefnabók, hljóðbók, kennsluleiðbeiningum og námsmatsbanka 5902 NÁTTÚRULEGA 1 Halló! Núna ert þú á leið í náttúrufræði þar sem þú lærir sannleikann um náttúruna. Þar er hægt að komast nær því að skilja hvernig heimurinn virkar en allt í kringum þig er náttúrufræði! Meira að segja það að sjá er náttúrufræði og þú færð aðeins að kynnast því í bókinni. Í þessari bók munt þú læra ýmislegt fleira um náttúruna og hvernig lífið á jörðinni byrjaði. Þú lærir um líkamann þinn, hvernig hann stendur uppréttur og hvernig hann getur hreyft sig. Þú færð að gera vísindatilraunir, prófa þig áfram og reyna að finna upp á nýjum hlut! Þú munt líka rannsaka veðrið, skoða náttúruna og skilja betur hvers vegna Ísland er eins og það er. Góða skemmtun! Náttúrulega 1 er fyrsta kennslubókin af þremur í bókaflokknum. Hann er ætlaður í kennslu í náttúrugreinum fyrir miðstig. Með bókinni fylgir vinnubók, kennsluleið- beiningar, gagnvirkur spurningabanki, námsmatsbanki og fleira. Höfundar eru Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir og Telma Ýr Birgisdóttir Myndhöfundur er Krumla NÁTTÚRULEGA 1 NÝTT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=