Kynningarskrá 2022

NÁTTÚRUGREINAR 46 YNGSTA STIG KOMDU OG SKOÐAÐU … Kennsluefnið Komdu og skoðaðu … samanstendur af 15 nemendabókum og fjölbreyttu námsefni á vef Komdu og skoðaðu … -bílinn, -eldhúsið, -fjöllin, -hafið, -himingeiminn, -hringrásir, -hvað dýrin gera, -íslenska þjóðhætti, -land og þjóð, -landakort, -landnámið, -líkamann, -sögu mannkyns, -tæknina, -umhverfið og -eldgos Í eftirfarandi rafbókum er hægt að hlusta á texta bókarinnar lesinn og fá upp viðbótarefni s s stutt myndbönd, orðskýringar, ljósmyndir og fleira • Komdu og skoðaðu umhverfið • Komdu og skoðaðu hafið • Komdu og skoðaðu eldhúsið • Komdu og skoðaðu eldgos Vefefni fylgir öllum bókunum Þar má sjá kennsluhugmyndir og söguramma, ítarefni og verkefni til útprentunar, sögur og gagnvirk verkefni LIFANDI NÁTTÚRA – LÍFBREYTILEIKI Á TÆKNIÖLD Námsefnið Lifandi náttúra – Lífbreytileiki á tækniöld er safn verkefna sem tengjast á einhvern hátt lífbreytileika (líffræðilegri fjölbreytni) Unnið er með viðfangsefnið á fjölbreyttan máta þar sem hvert verkefni getur verið sjálfstætt eða hluti af stærri heild Verkefni í rafbókinni eru ætluð nemendum á yngsta stigi grunnskóla en einnig er hægt að nýta hana í eldri hópum leikskóla Bókin skiptist í fimm kafla Fyrstu tveir kaflarnir henta yngri nemendum á yngsta stigi og kaflar þrjú og fjögur henta eldri nemendum á því sviði Í fimmta kafla eru stærri verkefni sem taka lengri tíma Áherslur námsefnisins eru þær að það stuðli að útiveru, hreyfingu, samvinnu, nýti snjalltæki og sé verkefnamiðað Efnið er hugsað sem leiðbeiningar fyrir kennara til að vinna með lífbreytileika á verklegan og fjölbreyttan máta Námsefnið er samvinnuverkefni Landverndar undir merkjum Skóla á grænni grein og Menntamálastofnunar HREINT HAF – PLAST Á NORÐURSLÓÐUM Námsefnið fjallar um haflæsi og áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið Hafið er notað sem rauður þráður í kennslu um neyslu og sjálfbærni og tengsl þess við hafið Nemendur eru fræddir um hafið og tengsl mannsins við það og þeir fá verkfæri til að hjálpa hafinu á erfiðum tíma Námsefnið er ætlað nemendum á yngsta stigi og tengist vel grunnþáttum menntunar, þá sér í lagi sjálfbærni og lýðræði og mannréttindum, sköpun og heilbrigði og velferð Að auki styður námsefnið við skuldbindingar Íslands sem varða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Auk rafbókar fylgir efninu verkefnabanki og kennsluleiðbeiningar HREINT HAF PLAST Á NORÐURSLÓÐUM

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=