Kynningarskrá 2022

45 YNGSTA STIG NÁTTÚRUGREINAR YNGSTA STIG Í námsefninu er sagt frá níu börnum sem stofna Grúskfélag og fylgja þau nemendum í gegnum allt námsefnið Námsefnið er sniðið að hæfniviðmiðum náttúru- og samfélagsgreina fyrir yngsta stig grunnskólans, lykilhæfni, grunnþáttum menntunar, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og fjölgreindarkenningu Gardners Efnið samanstendur af nemendabók, verkefnabók og kennsluleiðbeiningum Nemendabókunum er skipt í tvo hluta, náttúrugreinar og samfélagsgreinar Hvor bók samanstendur af 9 köflum Í Halló heimur 1 – Grúskarar hefja störf! eru kaflarnir árstíðir, ljós og skuggar, mannslíkaminn, húsdýr og gæludýr, umferðin, umhverfið okkar, trú, sjálfsmyndin og fjölskyldan Í Halló heimur 2 – Áfram með grúskið! eru kaflarnir vatn, loft og hljóð, líkami og sál, fuglar og villt spendýr, verum örugg, landnám Íslands, trú, hver er ég? og einu sinni var Námsefninu fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar á vef mms is Framsetning er hnitmiðuð en innihaldið hlaðið upplýsingum, ítarefni, hugmyndum að skapandi verkefnum, leiðum til að samþætta aðrar námsgreinar við námsefnið og ýmiss konar fylgiskjölum Í kennsluleiðbeiningunum er jafnframt saga af krökkunum í Grúskfélaginu, ein saga fyrir hvern kafla Sagan er kveikja að nýjum kafla og er söguþráður hennar hugsaður sem spírall í gegnum allt námsefnið Í verkefnabók eru úrvinnsluefni tengd hverjum kafla Verkefnin eru afar fjölbreytt og sett fram í formi lesturs, orðaleikja, hugtakavinnu, ritunar, stafsetningar, spila, tilrauna og athugana HALLÓ HEIMUR 1 OG 2 – SAMFÉLAGS- OG NÁTTÚRUGREINAR MILLI HIMINS OG JARÐAR Í lestrarflokknum Milli himins og jarðar er reynt að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda á yngsta stigi grunnskólans og er það ætlað þeim sem hafa náð undirstöðuatriðum lestrar Bækurnar koma einnig út sem rafbækur og hljóðbækur Ánamaðkar, Flugvélar, Hrafninn, Humlur, Hvalir, Köngulær, Refurinn, Tunglið. Tunglið 07198 Tunglið er önnur bókin í lestrarflokknum Milli himins og jarðar. Í efninu er reynt að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda á yngsta stigi grunnskólans og er það ætlað þeim sem hafa náð undirstöðuatriðum lestrar. Spurningar neðst á blaðsíðunum eru hugsaðar til þess að staldra við og ræða það sem lesið var um. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni sem nemendur geta unnið í samvinnu eða sjálfstætt. Bókin er líka til sem rafbók á vefsíðu Menntamálastofnunar www.mms.is Höfundur er Harpa Jónsdóttir Myndir teiknaði Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Tunglið MI LLI HI MI NS OG JARÐAR 07212 Hvalir er þriðja bókin í lestrarflokknum Milli himins og jarðar. Í efninu er reynt að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda á yngsta stigi grunnskólans og er það ætlað þeim sem hafa náð tökum á undirstöðuatriðum lestrar. Spurningar neðst á blaðsíðum eru hugsaðar til þess að staldra við og ræða það sem lesið var um. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni sem nemendur geta unnið í samvinnu eða sjálfstætt. Bókin er líka til sem rafbók á vefsíðu Menntamálastofnunar www.mms.is Höfundur er Harpa Jónsdóttir. Myndir teiknaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Hval ir MILLI HI MINS OG JARÐAR Hvalir MI LLI HI MI NS OG JARÐAR Hrafninn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=