Kynningarskrá 2022

LIST- OG VERKGREINAR 40 HLJÓÐLEIKHÚSIÐ Í námsefninu Hljóðleikhúsið þjálfast nemendur í því að kanna hljóðheiminn, rannsaka, flokka, velja og hafa stjórn á hljóðum frá mismunandi hljóðgjöfum Nemendur skapa sín eigin leikhljóð í söguna og ákveða þannig hvernig þeir vilja að sagan þróist Rafbókin er örlítið breytt útgáfa þar sem letur er stærra og búið að feitletra þau orð sem nemendur vinna með og búa til leikhljóð út frá STAFSPIL Stafspil er handbók í tónmennt og tónmenntarkennslu Bókin er unnin út frá hugmyndafræði Carls Orff, tónskálds, en hann lagði áherslu á að í kennslu ætti ávallt að ganga út frá barninu sjálfu og sköpunargleði þess Með því að nota kunnuglegar vísur og lög úr reynsluheimi barnanna fikra þau sig frá því þekkta til hins óþekkta Í bókinni eru 13 útsetningar fyrir stafspil og leiðbeiningar um vinnuferli LANDAFRÆÐI TÓNLISTARINNAR Á vefnum gefst grunnskólanemendum færi á að kynnast framandi tónlist og menningu frá sex löndum: Kína, Krít, Spáni, Túnis, Indlandi og Tyrklandi Áhersla er lögð á tónlistina en einnig það menningarlega samhengi sem hún er sprottin úr Ýmis verkefni, kort, litríkar ljósmyndir, myndskeið og tónlist styður við efnið og er meirihluti textans lesinn upp Vefurinn hefur verið uppfærður og nýtist í tónmennt sem og samfélagsgreinum Rannveig Þorkelsdóttir BÚUM TIL SÖGU HLUSTUM Á SÖGU ♪ HLJÓÐ ei húsið NÁMSGAGNASTOFNUN 06994 Í Hljóðleikhúsi þjálfast nemendur í því að kanna hljóðheiminn, rannsaka, flokka, velja og hafa stjórn á hljóðum frá mismunandi hljóðgjöfum. Í Búum til sögu þurfa nemendur sjálfir að búa til leikhljóð í söguna. Þeir nota ímyndunaraflið til að skapa sín eigin hljóð og ákveða þannig hvernig þeir vilja að sagan þróist. Nemendur læra að taka eftir, búa til og skapa sína eigin sögu út frá textanum sem lesinn er. TÓNMENNT DANS SKAPANDI DANS – HANDBÓK FYRIR KENNARA Um er að ræða verkfæri fyrir kennara til að sinna danskennslu í grunnskólum, ekki bara dansins vegna heldur vegna sköpunarinnar, hreyfingarinnar, tilfinningaþroska og jákvæðra áhrifa dansins á allt nám ef vel er staðið að Handbókin býður upp á margbreytileg verkefni fyrir sundurleitan nemendahóp og hefur að geyma ólíkar æfingar sem eiga að stuðla að því að nemendur skapi út frá þeim sjálfum Hægt er að aðlaga sumar æfingarnar að öðrum námsgreinum 167 Spírall

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=