Kynningarskrá 2022

ÍSLENSKA 2 RAFRÆN OG NOTENDAVÆNNI AÐALNÁMSKRÁ Til þess að aðalnámskrá geti þjónað tilgangi sínum þarf hún að vera aðgengileg þeim sem starfa samkvæmt henni og því hefur aðalnámskrá grunnskóla nú verið sett upp á rafrænt og notendavænt form, adalnamskra is Engar breytingar hafa verið gerðar á námskránni, fyrir utan kafla 19 3 um íslensku sem annað tungumál Með því að birta aðalnámskrá á vef hefur til dæmis leit í henni verið gerð auðveldari fyrir notendur og lykilhugtök eru nú undirstrikuð í texta og birtast skilgreiningar þeirra þegar farið er með músarbendil yfir hugtökin Gagnlegu stuðningsefni hefur verið komið fyrir á vefnum og með tímanum verður haldið áfram að birta margskonar efni í máli og myndskeiðum sem ætlað er að styðja við notkun aðalnámskrár og styrkja tengsl hennar við nám og kennslu Vefurinn er aðgengilegur á öllum skjátækjum BREYTINGAR Á AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA Nemendur sem erumeð fjölbreyttan tungumála- ogmenningarbakgrunn og læra íslensku semannað tungumál er sístækkandi hópur í skólum landsins Hópurinn er margbreytilegur og það er fengur að honum fyrir íslenskt skólasamfélag Það er spennandi áskorun og tækifæri til starfsþróunar að finna leiðir til að mæta námsþörfum hópsins á faglegan hátt og efla fjölmenningarlegt skólastarf Í takt við þessa samfélagsþróun tóku gildi breytingar á aðalnámskrá grunnskóla í nóvember 2021 Um er að ræða endurskoðun á kafla 19.3 – Íslenska sem annað tungumál og gerð þriggja nýrra kafla sem fengu pláss í almennum hluta námskrár þ e

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=