Kynningarskrá 2022

35 YNGSTA STIG / MIÐSTIG • Margt skrýtið hjá Gunnari (Yngsta stig) Bókin fjallar um Gunnar en hann er ekki eins og fólk er flest og gerir allt mögulegt skrýtið Auðvitað á það sér skýringu • Lífið fyrr og nú (Yngsta og miðstig) Bókin fjallar um fyrirbæri Íslandssögunnar sem oftast ber á góma opinberlega og manna á milli Mannlíf fyrri tíma getur verið gerólíkt mannlífi samtímans • Draugasaga Dóra litla (Miðstig) Bókin fjallar um Dóra sem er að passa erfiða krakka og læsir sig inni á baðherbergi til að fá frið Þar hittir hann Guðrúnu sem reynir að telja honum trú um að hún sé draugur • Snorra saga (Miðstig) Leitast er við að bregða upp mynd af ævi Snorra Sturlusonar • Trúarbrögðin okkar (Yngsta stig) Bókin fjallar um trúarbrögðin búddatrú, hindúatrú, kristni, íslam og gyðingdóm Snorra saga Í Snorra sögu er leitast við að bregða upp mynd af ævi Snorra Sturlusonar. Með því að færa sögulegar heimildir og tilgátur í búning skáldsögunnar er nemendum á miðstigi grunnskólans opnuð sýn inn í uppvaxtarár og ævintýralegt líf þessa miðaldahöfðingja og samtímamanna hans. Þórarinn Eldjárn er höfundur efnis og myndir eru eftir Sigrúnu Eldjárn. 40326 Snorra saga Þ ó r a r i n n E l d j á r n Snorra saga Trúarbrögðin okkar 06030 Trúarbrögðin okkar er námsbók í trúarbragðafræði ætluð yngstu bekkjum grunnskólans. Hún er hugsuð til kynningar á fimm trúarbrögðum: búddatrú, hindúatrú, kristni, islam og gyðingdómi. Bókin lýsir trúarbrögðunum frá sjónarhóli barna í sama bekk. Annað hlutverk hennar er að sýna að börn og fullorðnir geta umgengist, verið vinir og samt haft ólíka siði, venjur og trú.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=