Kynningarskrá 2022

14 SMÁBÆKUR Smábækur er bókaflokkur ætlaður börnum sem eru að ná tökum á lestri Sögurnar eru fjölbreyttar og skiptast í fjóra flokka eftir þyngd, sjá lista yfir lestrarbækur á vef Lögð er áhersla á að bækurnar höfði til tilfinninga og rökhugsunar og síðast en ekki síst til kímnigáfu lesenda Í átta smábókum er áhersla lögð á að æfa markvisst samhljóðasambönd í léttum og spennandi sögum Með hverri sögu eru alls sex verkefni sem kennarar geta valið úr eftir þörfum og prentað út • Á safnvefnum Smábók er hægt að nálgast öll verkefni sem fylgja smábókaflokknum sem og lestrarbækur á rafbókarformi • Smábókaskápurinn er gagnvirkur vefur þar sem velja má á milli 10 smábóka Markmiðið er að þjálfa lestur, efla lesskilning og lestraráhuga Börnin geta ýmist lesið textann beint af skjá eða hlustað og fylgst með honum fyrst og lesið svo sjálf Á hverri blaðsíðu eru spurningar úr textanum og lítið verkefni • Hægt er að panta myndaspjöld sem fylgja smábókunum Græni gaukurinn, Skrýtinn dagur hjá Gunnari og Drekadansinn Þeim er ætlað að þjálfa nemendur í skipulegri frásögn og ritun KRÆFIR KRAKKAR – SKRÍMSLIÐ Í SKÓGINUM Skemmtileg saga um krakka sem lenda í spennandi ævintýri í frímínútum Um er að ræða lestrarbók á teiknimyndasöguformi sem er ætlað að vekja lestrargleði og áhuga Aftast eru nokkur verkefni sem nemendur geta unnið í samvinnu ÍSLENSKA YNGSTA STIG

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=