Kynningarskrá 2022

12 LESTRARLANDIÐ – LESTRARKENNSLUEFNI FYRIR BYRJENDUR ÍSLENSKA YNGSTA STIG Lögð er áhersla á að námsefnið nái til allra þátta lestrarnámsins: hljóðavitundar, umskráningar, lesfimi, orðaforða, lesskilnings og ritunar Jafnframt er kappkostað að koma til móts við mismunandi aðferðir og áherslur í lestrarkennslunni Í efninu er lögð rík áhersla á vandað myndefni sem leið til að örva talmál, vekja hugsun og samræður og æfa nemendur í að deila viðhorfum sínum og hugmyndum með öðrum Lestrarlandið skiptist í eftirfarandi efni: • Lestrarbók Á hverri opnu er kenndur einn bókstafur en við hlið hans er mynd sem tengist stafnum Tveir misþungir textar eru á hverri opnu auk orða • Sögubók með sögum eftir 13 íslenska höfunda þar sem áhersla er á tiltekinn bókstaf í hverri sögu Þær eru ætlaðar til upplestrar til að æfa hlustun, hljóðvitund, orðaforða og skerpa athygli • Hljóðbók með efni sögubókarinnar er á vefnum • Vinnubækur 1, 1+, 2 og 2+ og er gert ráð fyrir að þær séu unnar samhliða lestrarbókinni Plúsbækurnar eru léttari útgáfur • Vefur þar sem er hægt að nálgast myndirnar úr bókinni, varpa á vegg til að skoða saman og ræða um Velja má um hvort myndirnar eru með eða án texta ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA Lestrarkennsluefni sem býður upp á fjölbreytt vinnubrögð Áhersla er lögð á að kenna heilar orðmyndir ásamt því að beita hljóðaaðferð Efnið samanstendur af lestrarbók og kennarabók VIÐ LESUM A OG VIÐ LESUM B Námsefnið Við lesum samanstendur af lestrarbók A ásamt vinnubókum Hljóðaaðferðin er lögð til grundvallar í þessu sígilda námsefni Í lestrarbókinni eru allir stafirnir kynntir ásamt nokkrum orðmyndum Lestrarbók B hefur verið afskrifuð ÍSLENSKA Í 3. OG 4. BEKK – HANDBÓK Heildstæð nálgun í íslenskukennslu er rauði þráðurinn í þessari handbók fyrir kennara Fjallað er um aðferðir í móðurmálskennslu og bent á viðfangsefni sem m a má sækja á mms is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=