Kynningarskrá 2022

11 UNGLINGASTIG SPOTLIGHT Spotlight 8, 9 og 10 er námsefni í ensku fyrir unglingastig Í nemendabókunum eru þemabundnir kaflar með einum grunntexta Þar á eftir fylgja nokkrir valtextar, svokallaðir Cool reads Í verkefnabókunum eru stjörnumerkt verkefni sem tákna erfiðari verkefni og aftast í þeim eru málfræðiæfingar Í kennsluleiðbeiningum eru m a fjölföldunarsíður með æfingum og handrit að hlustunaræfingum Efni hvers árgangs samanstendur af nemendabók, verkefnabók, hlustunarefni, hljóðbók, kennarabók og lausnum Lausnir við verkefnabækur og hlustunarefni eru á læstu svæði kennara WORLD WIDE ENGLISH Flokkur tólf mynda þar sem nemendur fá tækifæri til að kynnast ungu fólki frá ýmsum löndum í hinum enskumælandi heimi Fjallað er um náttúru, menningu, daglegt líf og fleira áhugavert Hver mynd er í tveimur útgáfum, með og án ensks texta Kennaraefni sem fylgir myndunum er á læstu svæði Þar eru verkefni, handrit að texta og fleira ásamt lausnum World Wide English, Australia, Canada, England, India, LA, New York, New Zealand, Northern Ireland, Scotland, South Africa, The Bahamas og Wales EVRÓPSKA TUNGUMÁLAMAPPAN FYRIR GRUNNSKÓLASTIG Evrópsku tungumálamöppurnar fyrir grunn- og framhaldsskólastig eru gefnar út á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og vottaðar af Evrópuráðinu í Strasbourg Möppurnar eru í þremur hlutum sem eru tungumálapassi, námsferilskrá og safnmappa Efnið er á vef MOVE ON! OG GO FOR IT! Fjölbreyttir lestrartextar til enskukennslu á unglingastigi Kennsluleiðbeiningar ásamt verkefnum og hljóðbókum eru á vef STORIES Frumsamdir lestrartextar í ensku fyrir unglingastig sem líklegir eru til að höfða til áhugasviðs unglinga Efnið er þemaskipt og býður upp á umræður og skoðanaskipti Tilvalið er að nýta það þvert á námsgreinar Efnið er á vef Stories er nú einnig sem hljóðbók READ WRITE RIGHT Vefur með fjölbreyttum gagnvirkum æfingum sem byggjast á stuttum frumsömdum textum Textarnir fjalla um ýmis efni, til að mynda jólin í ólíkum löndum, glæpi, óvenjulegan pakka, þreyttan hund og auðveldar leiðir til sparnaðar WRITE RIGHT 1 OG WRITE RIGHT 2 Gagnvirkar æfingar í ensku Þjálfun í orðaforða, ritun og ýmsum málfræðiatriðum Æfingarnar eru á þremur mismunandi þyngdarstigum UNGLINGASTIG ENSKA NÝTT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=