Kynlíf - Strákar

Kynþroskinn ER SVITALYKT SEXÝ? – það e r f u l l ás tæða t i l að sv i t na Auðvitað pælir maður í því sem er að gerast í kroppnum á manni því það er ekkert smávegis sem gengur á. Hvort sem þú ert strákur eða stelpa breytast hlut- föllin í skrokknum, útlimirnir lengjast miðað við búkinn, svita- starfsemin rýkur upp úr öllu valdi og þú getur fengið bólur í andlitið og reyndar miklu víðar. En þetta eru allt þroskamerki. Málið er bara að líkaminn er farinn að framleiða kynhormón eins og honum væri borgað fyrir það. Og þetta gerist allt til þess að maður verði aðlaðandi og hæfur til að geta af sér afkvæmi – ja, nema kannski bólurnar. Þær eru bara til að tékka á því hvort maður hafi húmor eða ekki. Það getur ekki verið nein önnur skýring á því. SALTUR SVITI Það eru til tvenns konar svita- kirtlar. Önnur gerðin er um allan líkamann og þeir kirtlar starfa í okkur frá vöggu til grafar. Þeir gefa frá sér saltan vökva sem hefur það hlutverk að kæla húðina þegar okkur verður of heitt. Svitinn í handarkrikunum er aðallega saltur sviti. KYNÖRVUNARSVITI Hinir svitakirtlarnir taka til starfa þegar við verðum kynþroska. Þeir finnast í þyrpingu í kringum eyru, geirvörtur, handarkrika og við kynfærin. Starfsemi þessara svitakirtla tengist kynörvun, eins og geta má nærri af staðsetningu þeirra. Þessi sviti er þykkari en sá salti og límkenndari. Þessi sviti er bara til yndisauka og skemmtunar á meðan á kynlífi stendur. Óþægileg svitalykt getur svo komið í kjölfarið þegar svitinn setur sig í samband við önnur efni í umhverfinu, eins og bakteríur á húðinni, en einn og sér er hann hreinn og tær og lyktarlaus. 7 Hvernig get ég ráðið við þessar ofboðslegu tilfinningasveiflur? Tilfinningarnar eru rosalega stór partur af tilverunni og þær segja þér hvernig þér líður. Þú getur valið að berjast við þær ... eða að slaka á og hlusta á hvað þær segja þér. Auðvitað geta tilfinningarnar verið erfiðar – en erfiðustu sveiflurnar líða yfirleitt fljótt hjá. Mundu það næst þegar þér finnst allt vonlaust, litli bróðir þinn er skrímsli og þú ert í bekk með eintómum heilalausum einfrumungum, að þér á eftir að líða betur eftir svona einn til tvo tíma. Það besta sem þú getur gert er bara að skoða tilfinningarnar og reyna að skilja hvað þær vilja þér. Ef ekki væri fyrir tilfinningarnar værum við skynlausar skepnur. Væri það ekki óspennandi ef allir höguðu sér eins og forrituð vélmenni. Má ég heldur biðja um sorg og gleði, reiði og fögnuð, vonbrigði og hrifningu. Og sveiflan þarf að fara í báðar áttir – upp og niður – eins og Einar Áskell lærði ungur „ef það er leiðinlegt núna, þá gerist bráðum eitthvað skemmtilegt“. DÍSA DJÚPVITRA þér núna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=