Kynlíf - Strákar

NÁMSRÁÐGJAFINN 62 Er allt í klessu? – Biddu um aðstoð Ef þér líður oft illa og höndlar lífið ekki alveg, skaltu staldra við og athuga málið. Þér á ekki að líða illa og það er full ástæða til að bregðast við viðvarandi vanlíðan. Kannski ertu í einhverri tilfinningaflækju og þarft bara aðstoð við að greiða úr henni. Á unglingsárunum koma tilfinningasár oft upp á yfirborðið. Sumir hafa lent í einelti eða ofbeldi. Aðrir búa við erfiðar heimilisaðstæður þar sem áfengi veldur vandræðum. Stundum líður okkar nánustu bara illa og samskiptin geta verið erfið og niðurbrjótandi. Svo hafa margir krakkar lent í slysum eða öðrum áföllum sem geta valdið þeim vandræðum á unglingsárunum. Ekki sitja einn uppi með vandann. Þú þarft kannski bara að tala við einhvern sem þú treystir vel eða komast í nokkur viðtöl sjá sálfræðingi. Svo gæti verið gott að komast í hóp unglinga sem eru að kljást við svipaða hluti og þú. Segðu bara hátt og skýrt: Mér líður illa og mig vantar hjálp. FORELDRARNIR Það er gott ef þú getur treyst foreldrum þínum fyrir því hvernig þér líður. Líklega þekkir þig enginn betur en þeir og þeir kunna örugglega að meta traustið sem þú sýnir þeim með því að trúa þeim fyrir tilfinningum þínum. KENNARINN Góður kennari hefur skilning á líðan nemenda sinna og er tilbúinn til að hlusta á þá og setja sig í þeirra spor. Hikaðu ekki við að spjalla við skilningsríkan kennara um það sem íþyngir þér, sérstaklega ef það tengist skólanum og náminu. SÁLFRÆÐINGUR – FÉLAGSRÁÐGJAFI Það gerir öllum gagn að spjalla við sálfræðing. Hann þekkir flest það sem getur valdið okkur vanlíðan og getur gefið okkur góð ráð. HJÚKRUNARFRÆÐINGURINN Hjúkrunarfræðingurinn í skólanum þekkir marg- vísleg vandamál sem unglingar geta átt við að stríða. Hann veit líka hvert er best að snúa sér ef þú þarft á meiri aðstoð að halda. HJÁLPARSÍMINN Þú getur tekið upp símann og hringt í 1717. Þetta er hjálparsími Rauða krossins og þar svarar fólk í símann sem er tilbúið til að hlusta á þig og spjalla við þig um hvað sem er hvenær sem er. Ekki hika við að hringja ef þú þarft á góðum hlustanda að halda eða vilt spyrja einhvern ráða. Öll símtöl eru auðvitað trúnaðarmál. NETIÐ Það eru margar slóðir á Netinu sem geta veitt gagnlegar upplýsingar. Sem dæmi má nefna www.totalradgjof.is , www.astradur.is og www.landlaeknir.is . Kíktu á Netið og tékkaðu á því hvort þú hefur ekki gagn af. Vandamál Hefurðu áhyggjur af kynhneigð þinni, heldurðu að þú sért með kynsjúdóm, ertu beittur ofbeldi, hefurðu verið misnotaður, líður þér illa í sálinni, hefurðu áhyggjur af neikvæðum hugsunum sem þú hugsar, er eitthvað sem þú óttast? Það er alltaf ljós í myrkrinu – ekki hika við að leita þér hjálpar – það er fullt af fólki sem vill og getur hjálpað þér. Hvert er hægt að leita? HJÁLP! ! VINIRNIR Það er gott að tala um tilfinningar sínar. Stundum er það allt sem þarf, það er eins og vandinn gufi upp um leið og búið er að segja frá honum og einhver hefur gefið sér tíma til að hlusta. Þá er dýrmætt að eiga góða vini. Námsráðgjafinn vinnur við að leysa úr vandamálum nemenda, hvort sem þau eru stór eða lítil. Það er um að gera að nýta sér þjónustu hans. NÁMSRÁÐGJAFINN UNGLINGAMÓTTÖKUR Við sumar heilsugæslustöðvar eru starfandi unglingamóttökur sem hægt er að leita til.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=