Kynlíf - Strákar

“ Kynsjúkdómar Öruggt kynlíf Öruggt kynlíf snýst um … • að koma í veg fyrir þungun • að smitast ekki af kynsjúkdómum Besta vörnin er að nota smokk! Þú gerir það sama sem með 15 manns ef … • sá eða sú sem þú sefur hjá hefur kannski sofið hjá tveimur öðrum • hvor um sig af þeim hefur kannski sofið hjá tveimur • hver þeirra hefur kannski sofið hjá tveimur • þetta samsvarar því að þú hafir gert það með 15 manns … bara með því að sofa hjá einu sinni. En myndi maður ekki vita af því ef hann eða hún væri með einhvern sjúk- dóm? Alls ekki . Sum smit hafa engin sjáanleg einkenni í för með sér. Besta vörnin sem þú átt völ á er að nota smokk. Hann getur bjargað lífi þínu. Í sjálfsala Brynja „Ég hef sjaldan farið svona gersamlega á taugum. Þetta var smokkasjálfsalinn á Núllinu. Ég var alltaf að líta um öxl til að gá hvort einhver væri að koma inn. Ég setti tvöhundruð kall í sjálfsalann en það gerðist ekki neitt. Ég prófaði tvisvar í viðbót, en þá tók ég peninginn og fór inn á klósettið á Lækjartorgi. Ég setti pening í sjálfsalann en þessi gleypti bara tvöhundruðkallinn minn og ég fékk engan smokk. Ég vissi ekki um fleiri sjálfsala, svo ég fór inn í 1011. Það var löng biðröð á eftir mér þannig að mér leið ekkert sérlega vel, en það versta af öllu var að stelpan á kassanum var skólasystir mín og hélt fyrst að ég væri að djóka þegar ég rétti henni smokkapakkann. Þegar ég sagðist í alvöru ætla að kaupa hann roðnaði hún ekkert minna en ég. Mér fannst allir í röðinni vera að horfa á mig, ég borgaði og ég held ég hafi aldrei hlaupið eins hratt í strætó.“ Kynsjúkdómar SARA SEGIR FRÁ: Viku fyrir samræmdu prófin komst ég að því að ég gæti verið með klamydíu. Ég var búin að vera með strák á föstu í mánuð – hann var tveimur árum eldri en ég og ég var rosalega hrifin af honum. Þetta gekk allt mjög vel hjá okkur og eftir nokkrar vikur byrjuðum við að sofa saman. Fyrst notuðum við smokka af því ég ætlaði sko ekki að verða ófrísk. En þá fór Dóri að tala um að þeir gætu rifnað og að sér fyndist öruggara ef ég væri á pillunni. Ég byrjaði á pillunni og við hættum að nota smokka en það hefðum við ekki átt að gera. Eitt kvöldið kom Dóri í heimsókn frekar þungur og sagði mér soldið sem breytti öllu. Hann hafði sem sagt verið með annarri stelpu áður en hann byrjaði með mér og oft sofið hjá henni án þess að nota smokk. Ég vissi að hann hefði verið með öðrum stelpum á undan mér, en mér datt aldrei í hug að spyrja hann út í kynlífið með þeim – kannski vildi ég ekkert vita um það. Fyrrverandi kærastan hans hafði sem sagt verið með klamydíu og í ljós kom að hann var líka smitaður. Ég varð alveg rugluð og mjög hrædd og ég sagði honum að drulla sér út og að ég vildi aldrei sjá hann framar. Um leið og Dóri var farinn fór ég inn í herbergi og hækkaði græjurnar í botn og fór að hágráta. Ég hugsaði ekki um annað en hvað fólk mundi segja, og hvað með prófin mín, og að ég væri búin að klúðra lífi mínu. Morguninn eftir talaði ég við bestu vinkonu mína. Mér fannst ég vera svo mikill hálfviti og ég skammaðist mín alveg niður í tær. Ég var eiginlega skíthrædd um að hún mundi kjafta í einhvern, en hún var æðisleg og ég veit ekki hvað ég hefði gert án hennar. Hún róaði mig og kom svo með mér til læknisins. Læknirinn var líka alveg frábær og sagði mér að þetta væri allt trúnaðarmál. Hún sagði mér að klamydía væri algengur kynsjúk- dómur og oft yrði maður ekki var við einkennin. Hún spurði hvort ég hefði útferð, hvort það væri sárt að pissa eða hvort blæðingar væru óreglulegar. Ég hafði ekki fundið fyrir neinu af þessu en læknirinn sagði að það þýddi ekki að ég væri ekki smituð. Ég var heppin að Dóri lét mig vita svo ég gæti farið í tékk. Læknirinn fékk þvagprufu hjá mér og sagðist þurfa að láta rannsaka hana. Ég hitti lækninn tveimur dögum síðar og fékk að vita að ég væri smituð. Ég hélt að ég væri viðbúin því versta en ég var það ekki og fór að gráta. Læknirinn var rólegur og sagði þetta ekki vera svo alvarlegt. Hún talaði lengi við mig og sagði að það væri mjög ólíklegt að ég yrði fyrir varanlegum skaða. Hún lét mig hafa sýklalyf og sagði mér að koma aftur eftir tvær vikur. Allt fór vel sem betur fer. Sýklalyfin virkuðu og ég losnaði við klamydíuna. Ég var líka svo heppin að eiga æðislega vinkonu og hafa frábæran lækni sem hjálpuðu mér í gegnum þetta og líklega var ég heppin að Dóri skyldi vera hreinskilinn við mig. Ég ætla sko aldrei aftur að sofa hjá strák án þess að nota smokk nema ég sé búin að giftast honum. Sem betur fer náði ég að jafna mig og taka prófin. Og svo sættist ég við Dóra og við töluðum um þetta og það var allt í lagi en ég gat ekki hugsað mér að byrja með honum aftur. Hann læknaðist líka af klamydíunni en ég var ekkert hrifin af honum lengur. Mér finnst þetta ekkert endilega honum einum að kenna, þetta var líka mitt val. ” 61 KYNSJÚKDÓMAR þá langar að kynnast þér náið Kynsjúkdómar smitast í flestum tilfellum við samfarir eða munn- mök. Þeir eru til leiðinda og vandræða og geta verið hættulegir. Algengastir hér á landi eru klamydía, kyn- færaáblástur (herpes) og kynfæravörtur. Einkennin fara oft leynt en ef þú finnur fyrir óþægindum við þvaglát, kláða eða útferð skaltu kanna málið nánar. Þú getur lesið meira um kynsjúkdóma á www. landlaeknir.is . Var það vandræðalegt? Alls ekki Pínulítið Mjög Aldrei aftur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=