Kynlíf - Strákar
60 Æfingin skapar smokkameistarann. Það er sterkur leikur að vera búinn að æfa sig áður en kemur að sjálfum samförunum. Taktu þér tíma til að skoða smokka, máta þá og æfa réttu handtökin. Það á eftir að skila sér í meira öryggi og minna fálmi. Það er til gríðarlegt úrval af smokkum og um að gera að prófa það sem boðið er upp á. Í þessu eins og öðru er ekki víst að öllum henti það sama. Stærð? Smokkar eru að vísu til í mismunandi stærðum, en það er ekki vegna þess að sumir karlar séu með svo stór typpi að þau komist ekki fyrir í venjulegum smokk. Ef þú setur smokk yfir hnefann á þér geturðu teygt hann upp að oln- boga. Ef þú blæst hann upp getur hann orðið einn og hálfur metri á lengd. Þú þarft ekki að pæla í stærðinni, það geta allir notað sömu stærð. Með eða án sæðisbana? Sæðisdrepandi kremi er smurt á sumar gerðir smokka. Það veitir auðvitað enn meira öryggi. Latex eða plast? Latex hefur verið notað í smokka í áratugi en því fylgir sá galli að sumir hafa ofnæmi fyrir því. Það fólk ætti að nota smokka úr plastefninu pólíúreþan. Þessir plastsmokkar eru einnig sagðir sterkari en latexsmokkarnir og því er full ástæða til að prófa þá líka. Best fyrir … Kíkið á dagsetninguna áður en þið notið smokkinn til að ganga úr skugga um að hann sé ekki útrunninn. Hvernig snýr hann? Smokkurinn er upprúllaður. Athugið í hvora áttina hann á að rúllast út. Stinning. Setjið ekki smokkinn á fyrr en typpið er orðið stíft. Út með loftið. Klípið um totuna á smokknum til að tæma hann af lofti. Haldið um totuna og rúllið smokknum yfir typpið – gætið þess að fara alla leið. Samfarir geta hafist. Smokkurinn tekur við sæði. Takið efst um smokkinn og haldið honum á typpinu um leið og það er dregið út. Fleygið smokknum í ruslið eftir notkun. Þvoið ykkur um hendurnar. HVERNIG SMOKK MÁ BJÓÐA ÞÉR? Annað sem kemur til álita við val á smokkum: Smurðir eða ósmurðir? Sumir smokkar eru með sleipuefnum. Það er misjafnt hvort fólki finnst það þurfa á þeim að halda. Kítlusmokkar? Til eru smokkar með totum og riflum sem eiga að auka á ánægju konunnar. Hvaða bragðtegund? Það er hægt að fá smokka með bragði, en þeir eru sérstaklega ætlaðir í munnmök. Svo er bara spurning hvaða bragð okkur finnst best. Litaða eða ólitaða? Hér er það bara hugmyndaflugið sem ræður. Prófum endilega mismunandi liti og sjáum hvað það gefur okkur. SMOKKURINN ER SMÁMÁL AÐ KAUPA SMOKKA Í búðinni Linda „Mér fannst það eiginlega ekkert vandræðalegt. Tilhugsunin var eiginlega meira stressandi en að kýla á það. Ég labbaði bara inn í búðina og sagði við sjálfa mig að þetta væri eðlilegasti hlutur í heimi, tók smokkana úr hillunni og fór að kassanum. Mér fannst reyndar að konan horfði soldið á mig en ég hugsaði hvað með það. Ég borgaði og gekk út og var bara fjandi ánægð með mig.“ Á bensínstöðinni Snæi og Vigga „Við bara gengum inn og sögðumst ætla að fá smokkapakka og konan spurði hvernig smokka og við sögðum þessa í bláu pökkunum. Við vorum ekkert smá ánægð með okkur. Við flissuðum ekki neitt og konan varð svo hissa að hún varð að spyrja tvisvar hvað við ætluðum að fá.“ Á Netinu Maggi „Mér fannst þetta bara mjög auðvelt og ekki baun vandræðalegt, en maður þarf að hafa krítarkort til að geta pantað á Netinu. Ég á ekki kort svo ég varð að biðja systur mína um að hjálpa mér. Hún er svo frábær og hún var alveg til í að hjálpa mér. Ég var soldið stressaður að fá þetta sent, svo ég rauk alltaf fyrstur í póstinn á morgnana, en smokkarnir komu bara í brúnu ómerktu umslagi svo það var allt í fína.“ Á heilsugæslunni Halli „Þetta varð eitthvað svo eðlilegt að mér fannst það ekkert mál. Hjúkrunarfræðingurinn brosti bara vingjarnlega og lét eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég gat meira að segja spurt hana ráða hvaða gerð ég ætti helst að fá mér án þess að roðna eða finnast ég þurfa að djóka eitthvað með það.“ Var það vandræðalegt? Alls ekki Pínulítið Mjög Aldrei aftur Var það vandræðalegt? Alls ekki Pínulítið Mjög Aldrei aftur Var það vandræðalegt? Alls ekki Pínulítið Mjög Aldrei aftur Var það vandræðalegt? Alls ekki Pínulítið Mjög Aldrei aftur 1 2 5 3 4 8 6 7
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=