Kynlíf - Strákar

5 Orðið unglingur merkir í raun það sama og enska orðið teenager … en enska orðið er dregið af … thir teen , four teen , fif teen o.s.frv. er maður Barn Unglingur Fullorðinn 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Hvenær hvað ? BREYTINGIN MIKLA Líkaminn breytist rosalega mikið á stuttum tíma. Þú getur t.d. lengst um nokkra millimetra á einni nóttu. Stundum er engu líkara en hópur af strekkjurum mæti á næturnar og teygi og togi unglingana sundur og saman. Kannastu við að vera aumur og stirður á morgnana? Þá veistu hvað hefur gerst. Líkaminn er líka allur að breytast – einn daginn áttarðu þig á að þú ert kominn með breiðari mjaðmir eða breiðari herðar ... þá veistu hvort þú ert stelpa eða strákur. Varstu ekki annars í vafa um það? Nei, ég segi svona. Ýmsir líkamshlutar verða nú sér- staklega næmir ... það er meðal annars verið að búa þig betur undir kynlíf. Og þessi nýja næmni getur endalaust komið manni á óvart. Allt í einu tengjast kannski eyrun kynhvötinni – hverjum hefði dottið það í hug? ... eða geirvörturnar bregðast æstar við gælum og þú veist ekki hvaðan á þig stendur veðrið. Svo verða kynfærin loðin og lifandi – og þau þurfa sína athygli þó það geti auðvitað verið nokkuð mismunandi frá einum einstaklingi til annars. Þú hefur eflaust greint heilmiklar breytingar á líkama þínum. Þessar breytingar verða m.a. vegna hormóna sem senda boð til ýmissa hluta líkamans um hvernig þeir eigi að vaxa. Athugaðu að breytingarnar á unglingsárunum eru ekki alltaf í rökréttu samhengi. Vöxtur einstakra líkamshluta getur verið mishraður og vaxtarlagið því orðið renglulegt eða allt á þverveginn. Fólk á þínum aldri óskar þess stundum að vera „venjulegt“. En málið er bara að það er ekkert „venjulegt“ til í þessu sambandi. Merktu við þann aldur sem tilheyrir unglingsárunum að þínu mati. AF HVERJU ER ÉG SVONA AUMUR Í SKROKKNUM? DÍSA DJÚPVITRA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=