Kynlíf - Strákar
Sumir vilja ekki nota smokka Smokkurinn eyðileggur rómantíkina í kynlífinu. Smokkurinn dregur úr nautninni, maður finnur ekki nóg í gegnum hann. Smokkurinn er alltof dýr. Ef maður notar smokk er maður að gefa í skyn að maður treysti ekki þeim sem maður er með. Smokkurinn er eitthvað ónáttúrulegur. Og svo eru eflaust til fleiri afsakanir. En eru þetta gildar ástæður fyrir að hætta bæði lífi sínu, heilsu og framtíð? Eða getur verið að þetta sé bara fyrirsláttur? Kannski eru allt aðrar ástæður fyrir þessu, eins og til dæmis þessar: Sá sem ekki vill nota smokk veit ekki um hættuna sem verjulausar samfarir hafa í för með sér. Honum er alveg sama um áhættuna sem verjulausar samfarir hafa í för með sér. Hann heldur að ótímabær þungun og kynsjúkdómar hendi bara annað fólk. Hann kann ekki að nota smokk og er hræddur um að gera sig að fífli. GETNAÐARVARNIR Hugtakið „getnaðarvarnir“ er notað bæði yfir tæki, lyf, athafnir og hegðun sem koma í veg fyrir að egg frjóvgist – koma sem sagt í veg fyrir að kona eða stelpa verði ófrísk. Sumar getnaðarvarnir geta líka veitt vernd gegn kynsjúkdómum og öðrum sjúkdómum sem smitast við samfarir eða kynlíf af öðru tagi. SMOKKURINN er sú getnaðarvörn sem þú átt að nota undantekningalaust ef þú ákveður að hafa samfarir. Og gettu hvers vegna? Aðrar getnaðarvarnir koma til álita seinna á ævinni og þá að vel athuguðu máli. PILLAN er hormónalyf sem hefur áhrif á hormónastarfsemi líkamans. LYKKJAN getur komið til greina seinna, en ekki fyrr en eftir mörg ár. Getnaðarvörn Smokkurinn Pillan Neyðar- getnaðarvörn Hvað er það? Gúmmísokkur sem settur er yfir typpið fyrir samfarir. Hormónatöflur sem stelpur taka inn á hverjum degi. Hormónatafla. Góð vernd gegn þungun? Mjög góð. Mjög góð. Góð. Góð vernd gegn kynsjúkdómum? Mjög góð. Nei, engin . Nei, engin. Hvernig virkar þetta? Kemur í veg fyrir að sæði berist inn í leggöngin. Pillan kemur í veg fyrir að egglos verði. Hefur áhrif á hormóna- starfsemi og kemur í veg fyrir þungun. Helstu kostir Öryggi, auð- veldur að útvega. Vörn gegn kyn- sjúkdómum. Örugg getnaðar- vörn ef rétt er að farið. Góð neyðar- ráðstöfun ef hætta er á óæskilegri frjóvgun. Helstu ókostir Þarf að vera við höndina. Þarf að nota í hvert skipti. Virkar ekki ef maður gleymir að taka hana. Getur valdið vanlíðan, ógleði, eymslum í brjóstum o.fl . Verður að taka innan tveggja sólarhringa frá samförum. Þetta fólk segir kannski eitthvað svona: 58 Frekari upplýsingar um getnaðarvarnir má finna á heimasíðunni www.landlaeknir.is
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=