Kynlíf - Strákar
Ef allir væru eins og það sama passaði fyrir stráka og stelpur þá gætum við ákveðið hvenær rétti tíminn væri til að gera það í fyrsta skiptið. Þá fengjum við kannski samfaraskírteini, svipað og ökuskírteini, þegar við hefðum náð tilteknum aldri. Kunningjar gætu þá hnippt hver í annan og sagt: „Það verður gaman hjá þér 21. júlí, kallinn mín, þá færðu samfararéttindi.“ En svona einfalt er þetta nú ekki. Það getur enginn ákveðið fyrir okkur hvenær við erum tilbúin til að sofa hjá í fyrsta sinn. Það verðum við að meta sjálf. Það er ekki nóg að typpi og píkur séu farin að virka eins og til er ætlast. Það dugir ekki að vera kominn með hár á rétta staði. Það er ekki heldur nóg að einhver annar eða önnur hafi áhuga á að sofa hjá manni. Þetta er ákvörðun sem þú berð ábyrgð á gagnvart sjálfum þér og þeirri sem þér þykir vænt um. Og það er rétt að vera alveg viss. En hvernig verður maður viss? Eru þá ekki til einhver próf sem maður getur fengið að taka, sem skera úr um hvort maður er tilbúinn eða ekki? Nei. Ekki beint. En maður getur spurt sig ákveðinna spurninga. Kynlíf 57 Samfarir eru þegar typpi er stungið inn í leggöng. Samfarir eru ein af mörgum kynlífsathöfnum sem við getum notið með öðrum. Samfarir fela í sér mestu líkamlegu nálægð við aðra persónu sem hugsast getur. Samfarir eiga sér aðeins stað þegar vilji og löngun beggja aðila liggur fyrir. Annars er um nauðgun eða ofbeldi að ræða. Samfarir geta leitt af sér þungun og nýtt líf – barn! Samfarir í fyrsta skiptið skilja eftir sig minningu sem varir að eilífu. Samfarir geta verið einstök tilfinningaleg upplifun eða ömurleg mistök. Samfarir geta smitað þig af kynsjúkdómum og HIV-veirunni og leitt til ófrjósemi og jafnvel dauða. Samfarir geta auðgað líf þitt og veitt ótrúlega gleði og unað um aldur og ævi. Hér eru nokkrar spurningar sem gott er að velta vel og vandlega fyrir sér áður en þessi stóra ákvörðun er tekin. Ef þú svarar ein- hverri af þessum spurningum neitandi – bara einni – þá ertu ekki tilbúinn . Þá margborgar sig að bíða. Og mundu: Þetta er þinn líkami, þínar tilfinningar og þar með þín ákvörðun . Ekki láta aðra taka hana fyrir þig. „ A ð gera ‘ða“ Gátlistinn Hefurðu kynnst líkama þínum nógu vel til að vita hvað þér finnst gott? Hefurðu örvast það mikið kynferðislega að þú hafir þráð að hafa samfarir? Ertu í traustu sambandi? Getið þið talað saman í einlægni um hvernig ykkur líður? Getið þið notið þess að kela og knúsa og hlæja saman? Ertu að gera þetta fyrir hana? Ertu að gera þetta fyrir sjálfan þig? Veistu hvernig forðast má kynsjúkdóma? Veistu hvernig maður kemur í veg fyrir getnað? Ertu tilbúinn til að taka afleiðingunum ef getnaðarvörnin bregst? Já Nei Karl Karlsson Handhafi þessa skírteinis hefur heimild til þess að hafa samfarir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=