Kynlíf - Strákar

fyrsta skiptið Fyrstu samfarirnar … reynsla sem fylgir þér alla ævi. Fyrsta skiptið gleymist aldrei. Þetta er atburður sem getur haft veruleg áhrif á kynlíf þitt í framtíðinni, sjálfsmynd þína og tilfinningalíf. Spurningin er hvort þetta verður jákvæð, uppbyggileg og skemmtileg reynsla eða hvort þú upplifir hræðslu, óöryggi og vonbrigði. Hvernig búum við okkur undir að hleypa annarri manneskju svona nálægt okkur tilfinningalega og líkamlega? * HVERNIG VERÐUR ÞAÐ? * HVENÆR ER RÉTTI TÍMINN? * HVENÆR ER ÉG TILBÚINN? * HVERJUM GET ÉG TREYST? – 16 ára segja íslensk ungmenni HVAÐ FINNST ÞÉR? FYRSTU SAMFARIRNAR – MEÐALALDUR Í HEIMINUM 17,7 ÁRA FYRSTU SAMFARIRNAR – MEÐALALDUR Á ÍSLANDI 15,7 ÁRA Samkvæmt könnun sem gerð var meðal íslenskra ungmenna kom í ljós að þeim finnst eðlilegt að byrja að hafa samfarir við 16 ára aldur. Hvað finnst þér? _______________ Það eru mun meiri líkur á að munnmök og gælur við píku og sníp veiti konum fullnægingu heldur en samfarir einar saman. SNÍPURINN Í rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við 150 konur kom eftirfarandi í ljós: • 95% aðspurðra sögðust hafa gert það á röngum forsendum í fyrsta skiptið • 60% þeirra sem höfðu haft samfarir fyrir 15 ára aldur segjast hafa gert það án þess að vilja það • 90% stúlkna á aldrinum 16–17 ára óskuðu þess að þær hefðu beðið lengur með að hefja kynlíf Tölfræði Ummæli unglinga sem gerðu það á röngum forsendum: • „Ég þorði ekki að segja nei við gæjann.“ • „Mér fannst kominn tími til að prófa þetta.“ • „Mér sýndist allir aðrir vera að gera það.“ • „Ég vildi byrja með stráknum og þetta var eina leiðin.“ • „Vinir mínir voru farnir að kalla mig munkinn.“ • „Ég gat ekki hugsað mér að vera hreinn sveinn þegar ég byrjaði í menntó.“ • „Vinkona mín sagði að þetta væri það besta í heimi.“ • „Kærastan mín kvartaði yfir því að við værum ekki alvöru par.“ • „Mér leið svo illa og ég hélt að þetta mundi breyta öllu.“ • „Ég var svo hrædd um að hún hætti með mér á föstu.“ Rangar forsendur Hvað finnst þér skipta máli fyrir FYRSTA SKIPTIÐ? að ást eða hrifning sé milli aðila • að sambandið hafi staðið yfir í minnst þrjá mánuði • að aðilar hafi gengið í hjónaband • að aðilar séu tilbúnir til að ala upp þau börn sem gætu • orðið til • að trúnaður og traust séu til staðar • að aðilar séu allsgáðir • að aðilar þekki líkama hvors annars • að aðilar kunni að vekja losta og unað hvor hjá öðrum • að komið sé í veg fyrir getnað • að smokkar séu til staðar og notaðir rétt • að þú þekkir vel líkama þinn og kynfæri • að kynhvötin sé til staðar og löngunin til samfara • að aðstæður séu öruggar og góður tími sé til stefnu • að þú hafir rætt áform þín við foreldri eða forráðamann FYRSTA SKIPTIÐ? Nú hefur þú skoðað hug þinn og veist hvernig þú vilt nálgast FYRSTA SKIPTIÐ. Það sakar þó ekki að hafa þetta í huga: Samkvæmt rannsóknum er það ótrúlega algengt að stúlkur séu ósáttar við fyrstu kynlífsreynslu sína. Þær segjast ekki hafa þorað að segja nei, að þær hafi verið að geðjast gæjanum, verið óöruggar og feimnar, ekki fengið neitt út úr þessu, talið sig þurfa að drífa í því, að allir aðrir hafi verið búnir að prófa … o.s.frv. Strákar verða oft fyrir sárum vonbrigðum með fyrstu samfarirnar. Þeir segja að þeir hafi gert sér svo háar hugmyndir um samfarir að upplifun þeirra sjálfra hafi orðið ósköp aum. Margir segjast hafa klúðrað þessu af eintómu stressi, þeir hafi verið klaufalegir og alveg gleymt tilfinningum sínum. Eftir á hafi þeim svo fundist eins og þeim hafi mistekist gjörsamlega. Og svo segjast sumir alls ekki hafa verið tilbúnir. þinn hugur … hafðu í huga 56 Margir strákar, og reyndar karlmenn á öllum aldri, fá það á mjög stuttum tíma þegar þeir hafa samfarir. Þetta gerist yfirleitt vegna þess að þeir eru stressaðir og hræddir um að standa sig ekki. Besta ráðið við of bráðu sáðláti er að slaka á og taka sér góðan tíma. Í þessu tilfelli, eins og fjölmörgum öðrum, er lykilatriði að parið geti verið afslappað og einlægt hvort við annað. Of brátt sáðlát …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=