Kynlíf - Strákar

BRANDARI UM SJÁLFSFRÓUN Pabbinn kemur æðandi inn í herbergi sonar síns, snarstoppar og æpir upp: Sigurður! Hvað ertu að gera þarna í rúminu? Veistu ekki að ef þú fróar þér missirðu sjónina og verður staurblindur á endanum? Sonurinn: Pabbi, ég er ekki í rúminu, ég sit hérna við skrifborðið. Pabbinn: Ha? Nú. Fjandi er ég farinn að sjá illa. Stór hluti af því klámefni sem dreift er á markað er framleiddur af eða undir verndarvæng glæpasamtaka. Leikararnir eru í mörgum tilfellum fíklar sem vinna sér fyrir dópi með þessum hætti og eru oftar en ekki undir áhrifum lyfja þegar kynlífsatriðin eru tekin upp. Margar stjörnur klámmyndanna létu sig dreyma um að verða raunverulegar kvikmyndastjörnur og gáfu kost á sér í klámið til að koma sér á framfæri. Reyndar hefur örfáum tekist þetta en langflestir sitja áfram fastir í kláminu. Kynsjúkdómar smitast hratt og örugglega á milli leikara í klámmyndum og nokkrir þeirra hafa dáið úr alnæmi. Samfaraatriði eru oft látin taka óhemju langan tíma í klámmyndum og áhorfandinn furðar sig á úthaldi fólksins en hér er reyndar ekki allt sem sýnist. Sum atriðin eru tekin upp á löngum tíma, jafnvel nokkrum dögum og alltaf teknar langar pásur. Þar að auki eru sömu skotin notuð aftur og aftur til að lengja tímann. Flestar klámmyndir eru hljóðsettar eftir á, þannig að unaðsstunurnar sem heyrast eru ekki í leikurunum sem sjást á skjánum, heldur öðrum leikurum sem leika hljóðrásina. Ef við fengjum að heyra upprunalega hljóðið myndum við líka heyra sársaukastunur og kvartanir leikaranna og hróp og köll leikstjórans þegar hann stjórnar þeim. Þeir sem þekkja best til í klámiðnaðnum lýsa oft mikilli vanlíðan þeirra sem starfa við hann. Mikið er um eiturlyfjaneyslu, misnotkun áfengis, þunglyndi og önnur geðræn vandamál, togstreitu, tilfinninga- dofa og einmanaleika. Ástarsambönd standa ekki af sér vinnu af þessu tagi og sumir fá hreinlega ógeð á kynlífi. • • • • • • KLÁMIÐNAÐURINN – að kaupa og selja kynlíf annarra Einu sinni þurftu þeir sem höfðu áhuga á klámi að leita það uppi. Þeir fundu það kannski vandlega falið undir afgreiðsluborði í fornbókabúð eða keyptu það af sjómanni sem hafði smyglað því til landsins. Núna leitar klámið okkur uppi, hvort sem við höfum áhuga á því eða ekki. Flestir sem hafa á annað borð opnað veraldarvefinn hafa séð hvernig klámiðnaðurinn smeygir sér alls staðar inn og beitir reyndar ótrúlegu hugmyndaflugi við að vekja á sér athygli. Um leið er kláminu beinlínis þröngvað upp á okkur. Hvaða áhrif ætli það hafi á okkur? Er það góð eða slæm þróun? ? Hvernig er að vera KLÁMSTJARNA 54 NEI ég vil það ekki Samfarir við einstakling sem ekki samþykkir þær er NAUÐGUN. það er ekki til afsökun fyrir því. hann eða hún bauð ekki upp á það með eggjandi framkomu eða klæðaburði. hún/hann vildi það ekki innst inni. það skiptir ekki máli hverjar aðstæðurnar voru. það skiptir ekki máli á hvaða stigi málsins hún/hann ákvað að hætta við. það er sama hvað þú hélst að hann/hún hefði gefið í skyn. það er engin afsökun að þú hafir ekki ráðið við þig. þetta er ekki eðlilegt, þetta er ofbeldi og þetta er glæpur. hún/hann gleymir þessu aldrei. ölvun er engin afsökun. þýðir NAUÐGUN ER EKKI KYNLÍF – NAUÐGUN ER OFBELDI ALLT KYNLÍF SEM ER ÁN SAMÞYKKIS BEGGJA ER OFBELDI – LÖGBROT EINLEIKUR Á KYNFÆRI * 95% fullorðins fólks hefur fróað sér * 95% kvenna fróa sér * 95% karla fróa sér * 29,1% kvenna fróar sér einu sinni í viku eða oftar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=