Kynlíf - Strákar

Það getur verið að þú þurfir að venjast atlotum annars einstaklings. Sumir hafa ekki vanist snertingu og kunna ekki við slíka nálægð. Við getum verið viðkvæm fyrir nektinni. Þeir sem eru ósáttir við líkamann sinn geta t.d. átt erfitt með að slaka á og njóta þess þegar einhver gælir við þá. Hér eru ráð fyrir þá sem vilja njóta sín í náinni snertingu. Ef þú átt erfitt með að slaka á borgar sig að skapa fyrst afslappað andrúmsloft, t.d. með því að deyfa ljósin, spila rólega tónlist, kveikja á kertum, passa að ekki sé of kalt í herberginu o.s.frv. 1 2 6 4 Slakaðu á með því að loka augunum og anda hægt og djúpt. Ef þú finnur spennu einhvers staðar í líkamanum, eins og í fótum eða öxlum, skaltu einbeita þér sérstaklega að því að slaka á þessum líkamshlutum. 3 Þú og félagi þinn þurfið að byggja upp traust ykkar á milli. Það verður að vera á hreinu að það sem stendur til miðar bara að því að skapa vellíðan og sælu. Og það er gagnkvæm virðing sem gildir. Óþægilegt kitl og hrekkir eru stranglega bannaðir. Skiptist á að snertast, til dæmis með því að skipta um hlutverk á tíu mínútna fresti. Látið strax vita ef eitthvað er óþægilegt. Látið líka vita ef eitthvað er sérstaklega þægilegt. 5 Eftir á er líka gott að tala saman um hvernig ykkur fannst og hvað þið upplifðuð. Þannig lærið þið á líkama hvors annars og um leið á eigin líkama. 50 Æfðu þig að njóta Hvað er svona merkilegt við fullnægingu? Jú, hvað heldurðu … kynferðisleg fullnæging er allra meina bót. Rannsóknir sýna að fullnæging bætir andlega og líkamlega líðan. Sem sagt holl og góð, kostar ekki neitt og er alltaf við höndina. Það sem veldur þessu er losun endorfíns í heilanum. Endorfín er eins konar náttúrulegt verkjalyf líkamans. Það losnar líka úr læðingi við íþróttaiðkun. Fullnæging getur verið allt frá staðbundinni tilfinningu í kynfærunum sem er frekar þægileg upp í allsherjar fullnægingu alls líkamans með meiriháttar andlegum og sálarlegum upplifunum og flugeldasýningum. Svo gerir það fullnæginguna svolítið spennandi að hún er til á mörgum plönum í ýmsu formi og veldur mjög mismunandi upplifunum hjá fólki. Sumir lýsa fullnægingu sem mögnuðum vellíðunarstraum sem fer um allan líkamann, aðrir líkja fullnægingu við spennulosun, mörg pör segja frá upphöfnum ástartilfinningum sem næri hjarta og sál. Allir gagnrýnendur mæla hiklaust með fullnægingunni og gefa henni Kynferðisleg fullnæging breyting á blóðþrýstingi þungur andardráttur vöðvakrampi í rasskinnum spenna í handleggjum fótleggjum og hálsi svipbrigði í andliti aukinn sviti roði í andliti á hálsi og brjósti fiðringur í tám og fingrum geispar, andvörp öskur og tilfinningaþrungnar upphrópanir grátur og hlátur Fullnæging!!!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=