Kynlíf - Strákar

Listin að kyssa 48 „Ég hef engan áhuga á að verða ástfanginn né á kynlífi. Er eitthvað að mér?“ Hulda Kynhvöt fólks er jafn mismunandi og það er margt. Sumir hafa mjög sterka kynhvöt og aðrir veika. Og kynhvö tin vaknar líka missnemma. Svo að þú þarft engar áhy ggjur að hafa af því að eitthvað sé að þér. Kári kynfræðingur Hefur þú ne f fyrir hinu kyninu? Fjölmargar dýrategundir treysta á lyktarskynið þegar einstaklingar velja sér maka. Kvendýrið gefur þá frá sér lykt á fengitíma sem vekur áhuga karldýrsins og síðan þarf kvendýrið að þefa vel og vandlega af karlinum áður en hún samþykkir hann sem tilvonandi föður afkvæma sinna. Lengi var haldið að mannkynið hefði glatað hæfileikanum til að eiga samskipti með þessum hætti en nýjustu rannsóknir benda til þess að svo sé alls ekki. Vísindamenn hafa komist að því að líkamslykt skipti miklu um það hvaða konum þyki hvaða karlar sexý og öfugt. Það er sem sagt ekki víst að ilmsápur, svitalyktareyðar og ilmvötn hjálpi okkur við að komast á séns – þau gætu einmitt haft þveröfug áhrif. Gælur geta til dæmis verið FRANSKUR KOSS eða SLEIKUR Hér notum við allan munninn og tunguna. Þreifaðu fyrir þér með vörum og tungu eftir tönnum hans eða hennar svo þið rekið ekki tennnurnar saman. Þrýstu tungunni inn í munn elskhuga þíns og kannaðu tunguna og munninn að innan með tungunni þinni. Hreyfðu tungu og varir mishratt og misdjúpt. Notaðu alla vöðvana í munninum og tungunni. Það er miklu betra að kyssa munn sem tekur við og svarar því sem maður gerir, kann að þrýsta á móti, heldur en slappan og afskiptalausan munn. Kossaundirbúningur Ekki reykja. Enga brodda í andlitinu, strákar. Forðastu lyktarsterkan mat, eins og hvítlauk eða pylsu með öllu nema sá eða sú sem þú ert að kyssa sé að borða það sama. Passaðu vel upp á tennurnar og borðaðu hollan mat svo að andardrátturinn sé ferskur. Ekki kyssa neinn ef þú ert með sýkingu í munninum, tannholdinu eða hálsinum. Gælur, kelerí – eða hvað við viljum kalla það Það getur verið svo gott og gaman að vera saman, vera góð hvort við annað og sýna hvað okkur þykir vænt hvoru um annað. Sumir kalla þetta gælur, aðrir tala um kelerí og enn aðrir eiga eflaust önnur ágæt orð yfir þetta. Gælur geta verið ofboðslega skemmtilegt kynlíf – já, kynlíf, því allt það sem hér er talið upp flokkast undir kynlíf. Allt snýst þetta um nálægð, hlýju og væntumþykju – að snertast og njóta þess að vera saman. Baknudd, fótanudd eða heilnudd á öllum líkamanum. Að strjúka, kitla, klípa eða narta hvort í annað í gegnum fötin. Að tala um draumóra sína. Að halda hvort utan um annað. Að kyssast og faðmast. Að kyssast, sleikja og káfa. Að dansa saman við rólega tónlist. Að fara saman í sturtu. Að strjúka, bursta eða gæla við hárið hvort á öðru. Að strjúka eða gæla við kynfærin hvort á öðru. Að klæða hvort annað úr. Að horfa hvort á annað fara úr fötunum. KÁRI KYNFRÆÐINGUR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=