Kynlíf - Strákar

Sumir vilja skilgreina kynlíf sem „allt lífið sem kynvera“. Öðrum finnst það full almenn skilgreining og segja „kynlíf er allt það sem örvar okkur og fullnægir á kynferðislegan hátt“. Við erum öll einstök, höfum mismunandi líkama og ólíka reynslu, langanir og viðbrögð og það sem einum finnst vera kynlíf finnst öðrum vera eitthvað allt annað. Við getum þó verið sammála um að … sjálfsfróun sé kynlíf … kossar séu kynlíf … kelirí sé kynlíf … munngælur séu kynlíf … samfarir séu kynlíf Matseðill Réttir dagsins Haldast í hendur Kossar og gælur Hægur dans Örvandi samtöl Sjálfsfróun Nudd Að fróa hvort öðru Munngælur Samfarir Ath. Allir réttirnir hér að ofan flokkast undir kynlíf, en ef ykkur langar í eitthvað sem ekki er á matseðlinum er sjálfsagt að athuga það. Munið bara að þið þurfið ekki að hafa áhuga á öllu því sem er á listanum eða borða alla réttina í einu. Bon appetit! Að stunda kynlíf er eins og að borða mat. Það þykir ekki öllum sami matur góður. Ef það væri svo þyrftum við ekki að pæla í öðru en að við fengjum sæmilega næringu úr matnum, en annars gætum við borðað það sama þrisvar á dag alla daga vikunnar og það sama gilti um alla í kringum okkur. Okkur væri slétt sama þó að allt bragðaðist eins og okkur myndi aldrei langa í neitt annað. Ef líkamar okkar allra störfuðu nákvæmlega eins myndum við líka öll verða svöng á sama tíma og borða nákvæmlega sama magn af sama matnum. En þannig er það nú ekki. Fólk hefur mismikla matarlyst og borðar mismikið. Það sama gildir um kynlífið. Sumir ímynda sér einmitt að það þurfi bara að kunna eitthvert „trikk“. Sá sem kunni „trikkið“ geti átt frábært kynlíf með nánast hverjum sem er. En – nei, ó nei. Sem betur fer er málið miklu flóknara en svo. Þess vegna er mikilvægt að hver og einn læri á eigin líkama og tilfinningalíf. Þú þarft ekki að hafa mörg eða flókin orð um það – þú finnur sjálfur hvað þér þykir gott. Þú finnur sjálfur þitt kynlíf. Hvað má bjóða þér af matseðlinum? FYRSTI BÓLFÉLAGINN þú sjálfur!!! Kosturinn við að velja sjálfan sig sem fyrsta bólfélagann enginn þekkir þig betur en þú sjálfur þú getur treyst sjálfum þér fyrir öllum þínum löngunum og forvitni og þarft ekki að vera feiminn þú veist að þú verður félagi þinn til æviloka það er mikilvægast að þú lærir á líkama þinn þú elskar þig og þú ætlar aldrei að bregðast þér æfingin skapar meistarann Kynlíf 46

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=