Kynlíf - Strákar

Það er ótrúlega mikilvægt að tala við aðra um líðan sína og hugsanir. Það er eins og vandinn gufi oft upp við að koma honum í orð. Við getum líka notað aðrar aðferðir, eins og að skrifa dagbók, yrkja ljóð, tala hugsanir okkar inn á myndband, semja tónlist um tilfinningar okkar eða eitthvað annað sem okkur dettur í hug. Allt getur þetta hjálpað okkur að skilja sjálf okkur og hvernig okkur líður. Það er líka gott að átta sig á að allir lenda í mótlæti og oftast er það bara til að styrkja mann og þroska. Oftast er vandinn bara tímabundinn og þótt allt virðist ömurlegt í augnablikinu, þá birtir upp um síðir. ÚT MEÐ ÞAÐ? 44 Þegar Hjálmar var 16 ára lenti hann í ástarsorg sem hann bar lengi vel í einrúmi. Hann segir svona frá: Það sem mér fannst merkilegast að uppgötva var að ég er ekki einn. Eftir að Hulda sagði mér upp lenti ég í svo hrikalegri ástarsorg að mér fannst eins og heimurinn væri ekki bara kolsvartur og ömurlegur, heldur væri hann allur á móti mér. En ég þóttist vera kúl og sagði engum frá því hvernig mér leið. Það var ekki fyrr en ég fór að öskra á litlu systur mína eitt kvöldið, alveg búinn á því ... og fór svo að grenja þegar pabbi spurði hvað væri eiginlega í gangi, þá gat ég ekki meir. Svo ég lét bara allt flakka ... og fattaði að ég var á bömmer yfir að láta sparka mér. Pabbi sagði mér svo frá fyrstu ástinni sinni ... eins gott að það gekk ekki upp – þá væri ég ekki hér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=