Kynlíf - Strákar

Það er margt líkt með öpum og mönnum segja vísindamenn, enda erum við skyldar tegundir. Þegar bavíanar af gagnstæðu kyni laðast hver að öðrum gerist það á mjög svipaðan hátt og þegar strákur og stelpa byrja að draga sig saman á skólaballi. Alveg eins og stelpa og strákur byrja bavíanarnir á að ná augnsambandi, líta undan, líta aftur hvort á annað til að athuga hvort hitt sé ekki örugglega að horfa, lyfta augabrúnum, líta niður, líta aftur upp og eru þá loks orðin nógu örugg til að nálgast hvort annað. Samskipti DÝRAFRÆÐIN: Og hvað gerist svo? Jú, strákurinn og stelpan fara að dansa saman, er það ekki? Bavíanaparið er kannski ekki í aðstöðu til að dansa en þau gera hliðstæðan hlut: Þau byrja að hreyfa sig eins. Ef hann vaggar öxlunum gerir hún það líka, ef hún dúar í hnjánum gerir hann eins. Ef bavíanastelpan er til í tuskið sveigir hún mjóhrygginn fram og gengur fött, og veistu hvað – þetta er sama sveigjan og kemur í bakið á stelpum þegar þær fara í háhælaða skó. Á sumum sviðum erum við frumstæðari en við höldum. Hvað fær okkur til að þykjast vera annað en við erum? Eða þykjast hafa gert það sem við höfum ekki gert? 43 HEFUR ÞÚ GERT ÞAÐ? Já Nei Ef – Nei – ÞYKIST ÞÚ HAFA GERT ÞAÐ? Já Nei Ef – Já – HVERS VEGNA? Svaraðu þessum spurningum í huganum Baldur Örn gerði það víst í hittifyrra. Hann var fyrstur í klíkunni. Ég verð örugglega síðastur. Örn Siggi segir að Fúsi hafi gert það með Sollu. Solla segist aldrei hafa gert það. Hvort ætli segi satt? Viggi Baldur og Fúsi eru alltaf að gera það skilst mér. Hvenær kemur að mér? Axel Er eitthvað að marka þennan gorgeir í þessum gæjum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=