Kynlíf - Strákar

Sýndu öðrum athygli með því að hlusta af áhuga, vera í augnsambandi og kinka kolli. Hrósaðu og segðu allt það jákvæða sem þér dettur í hug. Allir kunna að meta viðurkenningu. Ekki tala illa um aðra – þá grunar mig að þú baktalir mig líka. Settu þín mörk og láttu vita hvar þau liggja – „ég vil ekki tala um það“ eða „mér finnst þetta óþægilegt“. Notaðu húmor og gerðu grín að sjálfum þér ef þú getur. Vertu traustur vinur og stattu með þínu fólki. Mundu að – höfnun er eitthvað sem allir hræðast en oftast er sá ótti ástæðulaus. Ekki láta ótta við höfnun stoppa þig. Mundu að – allir eiga sína slæmu daga – líka þeir sem virðast með allt á hreinu. Mundu að – það er gott að finna traust og trúnað – þá skiptir maður máli. Mundu að – sjálfstraust er mikilvægt – að vita hvað maður vill og standa við það. 10 MIKILVÆG ATRIÐI TIL AÐ NÁ VINSÆLDUM 1 2 9 10 7 8 5 6 3 4 SAMSKIPTI PÆLDU Í ÞVÍ Höfum við ástæðu til að vera óörugg? Er sem sagt ástæða til að vera hræddur? Af hverju á maður að þykjast vera sterkur og stór ef maður er það ekki? Er ekki nóg að vera góður og mannlegur? Hvort geðjast okkur betur að fólki sem er það sjálft eða fólki sem þykist vera eitthvað annað en það er? Þurfum við að leika eitthvert hlutverk fyrir alla í kringum okkur? Hrós í hnappagatið Finnst þér gaman þegar þú nýtur óskiptrar athygli einhvers – þegar horft er á þig, brosað til þín, hlustað á þig, tekið undir með þér o.s.frv. Finnst þér þægilegt þegar einhver tekur eftir því sem þú gerir vel og hrósar þér fyrir verkin þín eða framkomu þína? Hrós er mjög einföld leið til að láta fólk vita að þér líki vel við það eða kunnir að meta það sem það gerir. Oft erum við fljót að láta vita af því ef okkur mislíkar eitthvað, en erum síðan alltof nísk á hrósið ef okkur líkar eitthvað vel. Með því að hrósa hvert öðru erum við ekki bara að sýna kurteisi – við erum að segja „Hei, þú stendur þig vel og ég tek eftir því“. SAMSKIPTI ERU SVO FLÓKIN!!! Væri það ekki mikill munur ef ekki væri hægt að misskilja neitt í samskiptum fólks? Eflaust væri það svo en samskipti okkar eru oft svo flókin og skilaboðin sem við sendum hvert öðru svo margræð að okkur gengur ekki alltaf vel að skilja hvert annað. PÆLDU Í ÞVÍ Það er svo merkilegt að stundum sækjumst við eftir félagsskap sem okkur líður ekki vel í. Af hverju ætli það sé? Gerir þú það? Hvaða áhrif hafa vinir þínir á þig? Líður þér vel með þeim? Geturðu slappað af með þeim? Getið þið verið eðlileg saman, talað um það sem ykkur langar til að tala um, verið óhrædd hvert við annað? Geturðu treyst því að vinir þínir standi með þér ef eitthvað er að? Eða ríkir kannski spenna og togstreita á milli ykkar? Eruð þið að sækjast eftir spennu og togstreitu? Pældu í því. Það er mikilvægt að manni líði vel með fólkinu sem maður umgengst. 40 Ég held með þér! Meiriháttar! Þú ert frábær! Flott hjá þér! Þú ert bestur! Svona á að gera þetta! Segja má að samskipti séu skemmtilegasta og flóknasta þrautin í lífinu. Fátt er meira gefandi en góð og innihaldsrík samskipti. Góð samskipti eru forsendan fyrir nánum tengslum og náin tengsl eru ótrúlega dýrmæt. En eins og með allt sem gott er, þá þarf að leggja sig fram við að eiga góð samskipti við aðra. 1 2 3 4 Með hverjum líður mér best? Við hvaða aðstæður hlæ ég mikið? Hvernig slaka ég best á? Við hvaða aðstæður get ég verið ég sjálfur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=