Kynlíf - Strákar

Hvernig sé ég sjálfan mig? Gerðu hring utan um þau orð sem eiga við þig: traustur, framtakssamur, næmur, gjafmildur, fyndinn, glaðvær, skipulagður, sterkur, hugmyndaríkur, hraustur, snyrtilegur, hjálpsamur, samvikusamur, skynsamur, ákveðinn, góður, ljúfur, handlaginn, duglegur, blíður … Bættu við orðum sem ekki eru á listanum: 1. Ef ég væri á munaðarleysingjahæli og ætti að gefa upp helstu kosti mína við hugsanlega fósturforeldra mína, segði ég: 2. Ef ég ætti að setja inn lýsingu á mér á stefnumótavef segði ég að ég væri: 3. Ef ég væri að sækja um að starfa á ævintýra- og leikjanámskeiði hjá íþróttafélagi myndi ég gefa upp eftirfarandi kosti mína: 4. Ef ég væri að sækja um að komast í byggingavinnu gæfi ég upp eftirfarandi kosti mína: 5. Ef ég væri að sækja um á kassa í matvörubúð gæfi ég upp eftirfarandi kosti mína: Ef eitthvað veldur þér vanlíðan verður þú að tala um það við einhvern. (Sjá HJÁLP! á bls. 62) Pældu í því Þú hefur ekki bara kosti á einu sviði. Þegar þú sérð sjálfan þig fyrir þér við mismunandi aðstæður detta þér í hug kostir sem myndu gagnast þér betur á sumum stöðum en öðrum. Erum við ekki flókin og margbreytileg? Er það ekki frábært? Finnst þér ekki stundum eins og þú sért margar persónur í sama líkamanum? HVAÐA ÚTLIT ER Í TÍSKU NÚNA? – ætli það hafi sést áður? Þekkir þú sjálfan þig – hvað óttastu? að ég missi stjórn á tilfinningum mínum og fari að skæla að það fattist hvað ég er óöruggur með mig að skera mig úr hópnum að vera niðurlægður fyrir framan krakkana í skólanum að verða hafnað að hleypa tilfinningunum upp á yfirborðið að standa ekki undir kröfum að það komist upp hvað ég er lítill inn við beinið 38

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=