Kynlíf - Strákar
SVEFNTÍMI MATARÆÐI ÚTLITIÐ SAMSKIPTI VIÐ VININA SAMSKIPTI VIÐ FJÖLSKYLDUNA ÚTIVERA EÐA DAGSBIRTA FJÁRHAGURINN UMGENGNI (herbergið mitt – námsbækurnar, fötin …) HREYFING SJÓNVARPSÁHORF TÖLVUNOTKUN HEIMANÁMIÐ STRESS STUNDVÍSI FASTAR VENJUR (lífið í föstum skorðum – svefn, matartímar, hreyfing …) annað SKOÐAÐU NÚ SJÁLFAN ÞIG HVAÐ HEFUR ÁHRIF Á HVERNIG ÞÉR LÍÐUR? SJÁLFSSKOÐUN Pældu nú aðeins í lífinu sem þú lifir – hvernig þú hagar daglegum þörfum þínum, nýtir tíma þinn og sinnir sjálfum þér og öðrum. Hvernig líður þér með þennan lífsstíl? Er hann til þess fallinn að byggja upp sterka sjálfsmynd, eða ferðu illa með sjálfan þig? Hvað þarftu að sofa mikið? AÐ EFLA SJÁLFSMYNDINA Nú ætlarðu að gefa þér tíma til að skoða sjálfan þig. Það er varla hægt að nýta tímann betur … og samt erum við ekki að tala um að hanga fyrir framan spegilinn og kreista bólur eða mála sig eða hanga á Netinu eða fyrir framan sjónvarpið. Það gerir ekkert fyrir egóið – síður en svo. Það er svo ótúlega margt sem þarf að huga að á hverjum degi. Lítum aðeins á það. HLUSTAÐU Á MAGANN Hvaða matur fer vel í þig? Staldraðu við nokkrum sinnum yfir daginn og skoðaðu hvernig þér líður. Ertu glaður, ertu sáttur við sjálfan þig, finnurðu til væntumþykju gagnvart sjálfum þér, finnurðu lífstaktinn sem þú leitar eftir? 36 Með hvaða fólki líður þér vel? _____________________________ _____________________________ _____________________________ _____________________________ Með hverjum geturðu verið þú sjálfur? _____________________________ _____________________________ _____________________________ _____________________________ Hverjum getur þú sagt hvernig þér líður? _____________________________ _____________________________ _____________________________ _____________________________ Getið þið hlegið eða þagað saman? _____________________________ _____________________________ _____________________________ _____________________________ Hvaða áhrif hefur dagsbirta á þig? F lestir unglingar þurfa að fá langan og góðan nætursvefn – allt frá 8 til 12 klst. E f við fáum ekki sólar- ljós eða dagsbirtu verðum við þung og döpur. H lustaðu á magann – munnurinn er sólginn í alls konar óhollustu, en maginn segir þér hvað gerir þér gott.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=