Kynlíf - Strákar

SJÁLFSM NEIKVÆÐ SJÁLFSMYND JÁKVÆÐ SJÁLFSMYND HVAÐA JÁKVÆÐU EIGINLEIKA HEFUR ÞÚ? Ég kann að hlusta á fólk sem er í vanda Ég hlæ að bröndurum fólks Ég er stundum fyndinn Ég kjafta ekki frá leyndarmálum, mér er treystandi Ég kem oft með góðar hugmyndir og sýni frumkvæði Ég hrósa öðrum Ég samgleðst og styð aðra Ég kann að setja mig í spor annarra Ég viðurkenni þegar ég hef rangt fyrir mér Ég kann að biðjast fyrirgefningar Ég kann að fyrirgefa Sjálfsmyndin snýst um það hvernig við sjáum okkur sjálf og hvaða afstöðu við höfum til sjálfra okkar. Sjálfsmyndin ræður því að miklu leyti hvernig okkur líður – hvort við erum hamingjusöm eða ekki. Sjálfsmyndin hefur gífurleg áhrif á hvernig okkur gengur í lífinu, hvernig við hegðum okkur og hvernig öðrum líður nálægt okkur. Hún stjórnar því hvernig við upplifum umhverfi okkar, hvernig við túlkum viðbrögð annarra við okkur, hvort okkur finnst allt og allir vera á móti okkur eða með okkur. Sterk eða veik sjálfsmynd getur stjórnað því hvaða áhrif aðstæður og annað fólk getur haft á líðan okkar. SLAKAÐU Á OG NJÓTTU ÞÍN Því miður gefur umhverfið okkur oft til kynna að við séum ein- hvern veginn ekki nógu góð – að það sé margt sem við eigum að skammast okkar fyrir. Allstaðar eru skilaboð um að útlit okkar sé ekki í lagi. Það reynist erfitt að standast væntingar foreldranna, umhverfisins og okkar sjálfra … og einhverra hluta vegna eru neikvæðar hugsanir oft frekari en þær jákvæðu. Við þurfum að muna eftir öllum þeim eiginleikum og persónu- töfrum sem við búum yfir, en þeir eru oft í felum á bak við minni- máttarkenndina sem bælir okkur og kvelur. Við þurfum að hleypa persónuleikanum út. PÆLDU Í ÞVÍ Hefurðu einhvern tíma fylgst með dávaldi sem dáleiðir fólk og lætur það gera eitt og annað undarlegt? Finnst þér ekki furðulegt hvað hægt er að láta fólk gera þegar búið er að dáleiða það? Sumir gera ýmislegt sem þeim hefði aldrei dottið í hug að gera við önnur tækifæri og margir gera eitthvað sem þeir höfðu ekki hugmynd um að þeir gætu – syngja eins og englar, semja lög, dansa eða reyta af sér brandarana svo allir viðstaddir veltast um af hlátri. Getur verið að við búum yfir alls konar hæfileikum sem eru bara lokaðir inni í okkur á bak við alls konar hömlur og höft? Þurfum við bara að opna okkur og hleypa innri persónunni út? Hvað finnst þér? 34

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=