Kynlíf - Strákar

NIN Kynin Kynhneigð snýst um það hvort þú laðast að einstaklingi af gagnstæðu kyni (gagnkyn- hneigð), sama kyni (samkynhneigð) eða af báðum kynjum (tvíkynhneigð). Stundum eru unglingar í vafa um kynhneigð sína. Flest ungt fólk á vini af sama kyni og það kemur fyrir að það beri kynferðislegar tilfinningar til þeirra. Þessi reynsla veldur stundum óöryggi og ótta. En það er engin ástæða til að örvænta eða efast um sjálfan sig. Strákar eru sóðar Strákar gráta ekki Strákar eru miklu hugmyndaríkari en stelpur Strákar eru miklu heftari en stelpur Strákar eru miklu fyndnari en stelpur Strákar hafa engan áhuga á tísku Strákum er alveg sama hvernig þeir klæða sig Strákar eru klárir Stelpur eru með útlitið á heilanum Stelpur eru væluskjóður Stelpur eru miklu opnari en strákar Stelpur hafa ekkert vit á bílum Stelpur tala miklu meira en strákar Stelpur eru miklu heiðarlegri en strákar Stelpur geta ekki lært stærðfræði Stelpur eru samviskusamar KYNHNEIGÐ Kannast þú við setningar eins og – Mikilvægt er að vera opinn og fordómalaus gagnvart eigin tilfinningum og annarra og fagna því sem verða vill. Samkynhneigð hefur alltaf þekkst í mannlegu samfélagi en verið misvel sýnileg, allt eftir afstöðu umhverfisins hverju sinni. Samkyn- hneigðir hafa oft átt undir högg að sækja og þá haldið sig í felum. Fordómar gegn samkynhneigðum grassera helst þar sem menntunarskortur er almennur eða bókstafstrú er ráðandi. Í okkar heimshluta eru fordómar gegn samkynheigðum á undanhaldi og má þakka það verulegri þekkingu okkar á eðli mannsins og almennt góðri menntun. Það er fagnaðarefni að samkynhneigðir þurfi ekki lengur að fela sig í skápum eða lifa með skömm yfir kynhneigð sinni. Það er allra hagur að fólk geti verið sátt við kynhneigð sína og geti lifað kynlífi og fjölskyldulífi samkvæmt því. 33 Finnst þér einhverjar af þessum fullyrðin gum vera réttar? Viltu bæta einhverju við þennan lista? Er eitthvað hér sem á við um alla stráka e ða allar stelpur? Eru þetta kannski bara persónueinkenni? Hvað finnst þér?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=