Kynlíf - Strákar

FRÓUN MANNSINS – hollt og gott kynlíf með sjálfum sér SJÁLFSFRÓUN Eins og þú veist er typpið mjög næmt fyrir snertingu og byrjar yfirleitt fljótt að stífna við þess konar örvun. Þegar þér stendur er gott að taka um typpið með hendinni og færa síðan hendina fram og til baka. Þetta er kallað að fróa sér, eða runka sér. Þú ert fljótur að finna hvað þér þykir gott, hvort þú vilt fara hratt eða hægt, blíðlega eða harkalega. Sumum finnst gott að láta forhúðina nudda kónginn, öðrum finnst gott að nudda hann beint með hendinni, sumir vilja halda framarlega um typpið, aðrir aftarlega o.s.frv. Láttu bara líkamann leiða þig áfram og mundu að sjálfsfróun er eðlilegasti hlutur í heimi og getur aldrei gert þér annað en gott. við skulum ekki vanrækja aðra líkamshluta. Geirvörturnar á sumum eru næmar fyrir örvun og nuddi og sömuleiðis maginn, lærin, pungurinn og svæðið í kringum hann, já og auðvitað margt fleira. Mundu að þetta er þinn líkami og þú hefur fullt leyfi til að snerta hann eins og þér sýnist og kanna og rannsaka hvað þér þykir gott. Taktu þér allan þann tíma sem þú þarft. – En svo er líka alveg eðlilegt að fróa sér ekki og bara ekkert að því. Það er auðvitað mjög einstaklingsbundið hversu mikla þörf og mikinn áhuga hver og einn hefur á því að fróa sér. Með kynþroskanum vaknar forvitnin um eigin líkama og tilfinningar. Strákarnir fara að upplifa nýja hluti sem geta orðið þeim hrein opinberun og fært þeim mikinn unað og vellíðan. Nú er um að gera að leyfa sér að njóta þess sem aukinn þroski færir okkur, kanna með eigin höndum hvaða tilfinningar þessi nýi líkami býður okkur upp á og leyfa okkur að hafa nautn og gaman af því. – Hjá strákum er sjálfsfróun oftast fólgin í einhvers konar núningi eða nuddi á typpinu og endar með fullnægingu eða sáðláti, en Strákar Tilli gefur góð ráð Ábyrgðarskírteini Það vottast hér með að _______________________________________ hefur fengið typpi til varðveislu ásamt öllum þeim skyldum sem því fylgja. Með undirskrift sinni tekur handhafi þessa skírteinis að sér umönnun og alla umhirðu umrædds typpis, þar með talið a) almennt hreinlæti og þrif b) almenna vellíðan c) almennt heilbrigði, þar með talið lækniseftirlit Jafnframt skal undirritaður ábyrgjast framgöngu og framkomu typpisins gagnvart þriðja aðila og skal kappkosta að það valdi engum skaða eða sárindum. Enn fremur ber handhafi typpisins fulla ábyrgð á allri hegðun typpisins á almannafæri. Útgefið í Reykjavík 22. nóvember 2005 _______________________________ ________________________________ F.h. Typpavinafélags Íslands Undirskrift handhafa 31

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=