Kynlíf - Strákar

MOLAR Typpaskoðun – Ef typpið verður rautt og aumt, forhúðin eða kóngurinn, er það líklega út af núningi við buxurnar. Þú gætir líka haft ofnæmi fyrir efninu í nærbuxunum. Prófaðu að skipta um föt og sjáðu hvort þetta lagast ekki á stuttum tíma. – Það er eðlilegt að fá bólur á typpið og punginn eins og annars staðar á líkamann. Jú jú, það getur verið frekar óþægilegt, en það er ekkert athugavert við það. – Ef það kemur sterk lykt af typpinu er það yfirleitt merki um að það sé kominn tími til að fara í bað. Undir forhúðinni verður til smurning sem smyr kónginn og gerir það að verkum TYPPI ERU ALLS KONAR Typpi eru mjög mismunandi – misstór, missver, misbogin, misbein, mislöng og svo framvegis. Það er ekkert eitt sem er betra en annað. að hægt er að draga forhúðina aftur. Þessi smurning er bráðnauðsynleg og við lítum alls ekki á hana sem óhreinindi, en með tímanum getur hún farið að lykta meira en okkur þykir þægilegt. Þá er bara að skella sér í sturtu og skola undan forhúðinni áður en nágrannarnir fara að kvarta. Ef þú notar sápu skaltu hafa hana milda. – Ef þú þreifar á eistunum, til dæmis í heitu baði, og finnur einhverjar ójöfnur, skaltu láta vita af því. Talaðu við pabba þinn eða mömmu, eldra systkini eða hjúkrunarfræðinginn í skólanum. Það gæti verið ástæða til að láta lækni líta á þetta. Þú ert svo heppinn að eiga flott typpi. Þess vegna er mikilvægt að þú berir ábyrgð á því og reyndar líkama þínum öllum. Þú skalt fylgjast vel með typpinu og eistunum, því af og til koma upp typpavandamál sem rétt er að gera eitthvað í. Flest eru samt saklaus og leysast af sjálfu sér. 30 Kapphlaupið mikla Í einu sáðláti eru allt að 600 milljón sæðisfrumur. Sem þýðir hvað? Jú – þú ert ein af 600 milljónum – ef einhver af hinum 599.999.999 sæðisfrumunum hefði komist á leiðarenda værir þú ekki hér – þú ert einstakur, gerðu sem mest úr lífi þínu. Og mundu að það eru mun meiri líkur á að vinna í Víkingalottóinu en að fæðast – heppinn ertu! Kóngur klár 776 f.Kr. í Grikklandi hinu forna voru íþróttir í hávegum hafðar og á 8. öld f.Kr. er talið að Grikkir hafi byrjað að keppa sín á milli á Ólympíuleikum. Þá kepptu aðeins karlmenn og allir keppendur voru allsberir. Hins vegar litu Grikkir svo á að kóngurinn fremst á typpinu væri heilagur og því var hann það eina af líkamanum sem áhorfendur máttu ekki sjá. Þess vegna drógu íþróttakapparnir forhúðina fram fyrir kónginn og bundu fyrir með bandspotta. Þessi spotti var sem sagt fyrsti íþróttagallinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=