Kynlíf - Strákar

Strákar Hvaðan koma skilaboð um að typpi eigi að vera stærri en þau eru? Eru það typpastækkararnir sem verið er að selja á Netinu? Eru það strákarnir í sturtunni? Eru það karlar í nærbuxnaauglýsingum sem eru gjarnan með upprúllaðan sokk í brókinni? Eru smokkarnir of stórir? Eru stelpur að leita eftir stórum typpum? Hver hefur komið þessum efasemdum inn hjá karlkyninu? Blaðamaður: Sæll Grímur, við erum frá tíma- ritinu Kynlíf. Megum við spyrja þig nokkurra spurninga? Grímur: Alveg endilega. Spyrjið um hvað sem ykkur dettur í hug. Blaðamaður: Af hverju minnkar typpið á manni svona þegar manni verður kalt? Grímur: Hvað áttu við? Blaðamaður: Þú hlýtur að fatta hvað ég er að meina. Maður er kannski í sundi og það er kalt úti og maður hleypur inn til að pissa og þá er lilli bara – vá – fjórum fimm sinnum minni en maður hélt að hann væri. Grímur: Já, þú meinar það. Blaðamaður: Finnst þér þetta ekki furðulegt? Ekki minnkar hausinn á manni eða lappirnar þó að manni verði kalt. Grímur: Nei, en typpið er beinlaust og getur minnkað og stækkað. Blaðamaður: Já, og pungurinn dregst líka saman og verður harður eins og sveskja. Grímur: Einmitt. Veistu til hvers það er? Blaðamaður: Nei. Grímur: Sæðisfrumur eru viðkvæmar fyrir hitabreytingum og vöðvarnir í pungnum sjá um að draga eistun að heitum líkamanum eða slaka þeim niður svo að hitastigið sé nákvæmlega rétt fyrir sæðisframleiðsluna. Blaðamaður: Vá. Flott kerfi. Grímur: Pottþétt. Blaðamaður: Þakka þér kærlega fyrir spjallið, Grímur. Grímur: Guðvelkomið. SPURT OG SVARAÐ – Grímur sundkennari situr fyrir svörum Kynlíf fór á stúfana og tók Grím sundkennara tali á skólaganginum. Það kemur enginn að tómum kofanum hjá Grími, eins og sést á þessu viðtali. Sæðissund Í sæðisvökvanum er hellingur af næringu og mikið af sykri og orku fyrir sæðisfrumurnar. Þeim veitir heldur ekki af, því þær þurfa að synda langa vegalengd þegar þær reyna að frjóvga egg og vera snöggar að því, því það er bara sú hraðskreiðasta sem fær inngöngu og sleppur inn í eggið. Miðað við stærð sæðisfrumunnar jafngildir þetta kappsundi því að þú þyrftir að synda tæpa fimm kílómetra. Það er engin smá orka sem fer í það. „Þegar ég vaknaði í morgun var eins og ég hefði pissað í rúmið. Það var einhver bleyta í náttbuxunum mínum og á sænginni. En þetta var ekki mjög mikið og þetta hefur aldrei áður komið fyrir mig. Er eitthvað að mér?“ Smári Nei, Smári, það er sko ekkert að þér. Þarna hefur bara verið blautur draumur á ferðinni. Langflestir strákar upplifa blauta drauma einhvern tíma í kringum gelgjuskeiðið. Stundum er þetta draumur í bókstaflegri merkingu, það er að segja mann dreymir eitthvað kynörvandi og fær einhvers konar fullnægingu eða sáðlát. Stundum fær maður bara úr honum án þess að hafa dreymt neitt sérstakt. Þetta er sem sagt ekkert til að hafa áhyggjur af og eiginlega bara skemmtilegt þegar maður veit hvað er á ferðinni. Kári 29 KÁRI KYNFRÆÐINGUR ÓSJÁLFRÁTT SÁÐLÁT Skiptir stærðin máli?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=