Kynlíf - Strákar

TYPPI EIGA ALLT GOTT SKILIÐ Mér finnst typpið á mér æðislegt. Ég hef gaman af að skoða það og snerta það. Það eru alls konar góðar tilfinningar sem tengjast því, það er mjög næmt fyrir snertingu og örvast mjög auðveldlega – stundum er hreinlega eins og það sé sjálfstæður eintaklingur. Þegar það örvast stífnar það og verður jafnvel ennþá næmara fyrir snertingu og þá getur það veitt mér mikla vellíðan. Ég veit að þetta typpi er kannski ekkert einstakt, en það þarf heldur ekkert að vera það og ég þori alveg að viðurkenna það – já, mér finnst typpið á mér flott og mér þykir bara ofsalega vænt um það. Það er partur af mér og það á eftir að fylgja mér alla ævi. Þess vegna er líka eins gott að við séum í góðu sambandi, ég og typpið. Gulli HVAÐ ER GULLI AÐ PÆLA? ORÐAFORÐI TYPPI Fólk notar ótrúlegan fjölda orða yfir typpi. Hvernig ætli standi á því? Sum eru klúr, önnur bara hversdagsleg, sum fræðileg og enn önnur jafnvel skáldleg eða forn. Sumir velja sér eða búa jafnvel til ný orð. Hvaða orð þekkir þú? Kanntu fleiri? Hvaða orð notar þú? Þekkir þú fleiri orð sem ekki eru á listanum? Hvar hefurðu heyrt þau? Finnst þér þau falleg eða ljót? _____________________________________ _____________________________________ „Typpið á mér er ekki nema 12 cm á lengd í fullri reisn. Er það ekki alltof lítið?“ Nonni Nei. Typpi eru af öllum stærðum og gerðum, lítil, stór, sver, mjó, bogin, bein, frammjó og afturmjó og engin ein gerð eða stærð er betri eða verri en önnur. Samkvæmt amerískri könnun eru typpi á karlmönnum frá 6 cm upp í 17 cm. Það er töluvert breitt stærðarbil. Kári kynfræðingur tittlingur tilli böllur skaufi sköndull skökull besefi getnaðarlimur limur völsi reður ponni lilli kvikindi auli bibbi „Annað eistað á mér hangir neðar en hitt. Þarf ég að hafa áhyggjur af því?“ Frissi Alls ekki, Frissi. Það er algengt að annar fóturinn á fólki sé aðeins lengri en hinn og það er jafnvel algengara að annað eistað á karlmönnum sé stærra en hitt, og þar af leiðandi þyngra og sígi því neðar en hitt. Þetta á aldrei eftir að há þér á nokkurn hátt. Kári kynfræðingur „Ég er að spá í hvort maður geti haft einhver áhrif á stærðina – þú veist. Mér sýnist typpið stækka svoldið við nudd og svoleiðis. Getur maður kannski haft einhver áhrif þegar vöxturinn er enn í gangi?“ Rúnar Athyglisverð pæling hjá þér félagi og ekki óeðlileg miðað við það hvað við karlmenn erum oft grátlega uppteknir af typpastærð. Þú hefur eflaust séð auglýst einhvers konar stækkunartæki á Netinu, en þau eiga það öll sameiginlegt að þau virka ekki og geta jafnvel verið skaðleg. Þarna er fólk sem sagt bara að reyna að gera óöryggi annarra að féþúfu. Ég mæli þess vegna ekki með neinni tilraunastarfsemi í þessa átt, allra síst á meðan þú ert enn að vaxa. Hins vegar skaltu óhikað veita vininum alla þá athygli sem þér sýnist, hlúa að honum og gæla við hann að vild, ef þér finnst það gott og skemmtilegt, enda hefur stærðin engin áhrif á ánægjuna sem hann getur veitt þér. Kári kynfræðingur KÁRI KYNFRÆÐINGUR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=