Kynlíf - Strákar

STRÁKAR VERÐA Pungurinn … byrjar að þroskast og stækka á undan typpinu. Pungurinn dökknar þegar eistun þroskast og húðin krumpast. Eistun … þú ert með 2 eistu í pungnum … þar myndast sæðisfrumurnar … eistun eru mjög viðkvæm … þau eru oft misstór … eistun geta færst til og skipt um stað í pungnum. Typpið … tekur við sér á eftir pungnum … lengist yfirleitt fyrst og þykknar svo. Blautir draumar … eru þroskamerki … þá er sæðisframleiðslan komin í fullan gang … blautir draumar tengjast ekkert endilega kynferðislegum draumförum. BREYTINGAR Á LEIÐINNI Mútur … til að dýpka röddina … en til þess þurfa raddböndin að lengjast og þykkna … það getur tekið raddböndin svolítinn tíma að stilla sig inn á réttu hljóðin og á meðan getur röddin sveiflast svolítið upp og niður eða brostið með tilheyrandi fölskum nótum … barkakýlið stækkar um leið og raddböndin þroskast … Sviti … guði sé lof fyrir svitaframleiðsluna … svitinn er til að kæla þig niður félagi – bæði vegna líkamlegrar og andlegrar áreynslu, því annars yrðirðu bara rauður og heitur og legðist í rúmið með hita … á unglingsárunum er svolítil ofkeyrsla á svitastarfseminni – það er verið að stilla kerfið af og prufukeyra það … EIGA ÞESSAR SETNINGAR VIÐ UM TYPPIÐ ÞITT? Typpið mitt er með glansandi kóng Typpið mitt er langt og mjótt Typpið mitt er svert og stutt Typpið mitt sveigist til hægri Typpið mitt sveigist til vinstri Typpið mitt er umskorið Typpið mitt er með stóra forhúð Typpið mitt er með þrönga forhúð Typpið mitt er bogið Typpið mitt er beint … til gagns og gamans TYPPI 24 Fyrsta vísbending um kynþroskann hjá strákum er gjarnan hárvöxtur eða stækkun á eistum. Sáðlát í svefni getur verið vísbending um kynþroskann en það getur líka átt sér stað löngu fyrr. Þegar hormónaframleiðslan er komin á fullt mæta yfirleitt skapsveiflurnar til leiks. Einnig má gera ráð fyrir að húðin fitni og bólur skjóti upp kollinum. Vaxtar- verkir gera stundum vart við sig og geta verið skrambi óþægilegir. Þá er gott að skilja þau miklu átök sem eiga sér stað í skrokknum og hugsa með hlýhug til hormónanna. Typpið er ótrúlega magnað líffæri. Það veitir eiganda sínum gjarnan mikla gleði og sælu. Það kemur líka oft að góðum notum í ástarlífinu og er þá til ánægju og yndisauka ef svo ber undir. Typpið er þakið stórri húð sem krumpast saman og myndar fellingar fremst á limnum. Það er eins og húðin sé laus utan á limnum og hana er heilmikið hægt að hreyfa og teygja. Forhúðin – sem er krumpaða húðin – nær yfir fremsta hluta limsins sem kallast kóngur. Kóngurinn er líkastur kylfuhaus, en í hvíld lætur hann fara lítið fyrir sér í felum undir forhúðinni. Inni í typpinu eru hólf með svampkenndum vef og þangað streymir blóðið við örvun, það veldur stinningu, eða standpínu eins og margir segja. Stinning merkir að limurinn þenst út, lengist og stækkar. Yfirleitt vísar hann þá upp á við. Í typpinu eru líka rásir fyrir þvag og sæði og fremst á limnum er að sjálfsögðu þvagrásarop sem þjónar þvaglátum og sæðislosun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=