Kynlíf - Strákar

Stelpur til að halda góðu blóðflæði í kynfærunum til að auka unaðinn í kynlífinu Ein góð grindarbotnsæfing spenna grindarbotninn • halda spennu – telja upp • að 10 – slaka endurtaka nokkrum sinnum • til að halda grindarbotni í góðu ástandi fram eftir aldri til að koma í vega fyrir þvagleka og önnur hrörnunarvandamál seinna á ævinni Grindarbotnsvöðvarnir Grindarbotnsvöðvar eru í hverjum einasta mannslíkama stelpum, strákum, ungum og öldnum. Þú finnur vöðvana þegar þú pissar – þá slakarðu á þeim. Ef þú stoppar bununa ertu að spenna grindarbotnsvöðvana. Grindarbotnsvöðvar styðja undir og halda uppi legi, þvagblöðru og endaþarmi. Góð þjálfun á grindarbotnsvöðvum er: 23 SKÖLLÓTT KYNFÆRI Rakstur Ef þú byrjar að raka þig er hætt við að þú fáir grófara hár og sterkari rót. Það koma broddar eftir nokkra daga og þú lendir í því að þurfa að raka þig reglulega á nokkurra daga fresti. Háreyðingarkrem Efnin sem notuð eru til að eyða hárum eru mjög sterk og varasöm á svona við- kvæma staði. Það er vissara að kynna sér efnin sem í boði eru og fá leiðsögn hjá hjúkrunarfræðingi eða foreldrum. Klippa Það má klippa til hárin á kynfærunum en þau verða stíf og leiðinleg við það. Í klámbransanum er algengt að konur séu hárlausar á píkunni. Ýmsar ógeðfelldar skýringar eru til á því. 1. Verið er að höfða til annarlegra hvata þar sem vakin er girnd til ófullburða stúlkna – sem eru jú hárlausar á píkunni. 2. Það hylst heldur ekkert þegar kynfærin eru hárlaus, allt sést betur og auðveldara er að mynda það. Ef þú ert að velta því fyrir þér hvort þú eigir að losa þig við hár af líkamanum skaltu skoða hug þinn vel og spyrja … AF HVERJU? Af hverju ætti ég að losa mig við þessi hár? Fyrir hvern er ég að losa mig við hárin? Er þetta það sem ég vil gera? Ýmsar aðferðir eru notaðar til að fjarlægja hár t.d. af kynfærunum. Algengast er að raka hárin burt, nota háreyðingarkrem eða fara í vaxmeðferð. Vax Þú getur farið á snyrtistofu og látið fjarlægja hárin með vaxi. Þá er hárið rifið upp með rótum – áááá! Svolítið sárt! Hárið vex aftur á 2 til 3 vikum. Leysigeislameðferð er ein aðferðin enn til að losa sig við hár, en þá er hársekkurinn eyðilagður svo hárið kemur ekki aftur. Ef þú tekur þá ákvörðun að láta hárin fjúka þá er betra að þú þekkir afleiðingarnar. hárin koma aftur þú færð brodda háreyðing er ertandi fyrir húðina þú færð líklega óþægindi og kláða eftir rakstur er hætta á inn- grónum hárum og sýkingu í húðinni Hreinlæti Ytri kynfæri þín hreinsa sig að mestu leyti sjálf. Það er í lagi að skola skapabarmana að innan og nota milda sápu. Eðlileg útferð er sérhönnuð efnablanda með rétta samsetningu af góðum bakteríum og öðrum æskilegum efnum sem varna því að sýkingar komist inn í líkamann eftir leggöngunum. Útferðin sér sem sagt um að hreinsa og verja kynfærin … og allt er þetta sjálfvirkt frá náttúrunnar hendi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=