Kynlíf - Strákar

Tíðasafnið Þó að blæðingar séu feimnismál víða á Vesturlöndum hefur mörgum þótt ástæða til að blása á allt pukrið og pískrið í kringum þær. Eitt dæmi um það er Tíðasafnið sem starfrækt er í Washington D.C. Á Tíðasafninu er hægt að skoða nánast allt sem snertir tíðahringinn, þar eru til sýnis margs konar gerðir af dömubindum frá ýmsum tímum, þar má finna nákvæmar upplýsingar um allt sem snertir blæðingar og sögur og brandara sem tengjast þeim, en einna merkilegastur er þó eflaust fjöldi listaverka unninn úr tíðablóði. Safnið segir okkur svo ekki verður um villst: Það er engin ástæða til að fela blæðingar kvenna, þvert á móti ber okkur að hafa þær í hávegum og hylla sköpunar- kraftinn sem þær bera vitni um. Brandari af tíðasafni Hvað er með vængi, leynist í myrkrinu og sýgur blóð? Maxi bindi. Rauði liturinn Í þjóðsögum og ævintýrum eru oft alls konar tákn sem erfitt er að skilja mörg hundruð árum eftir að sögurnar urðu til. Rauður litur táknar til dæmis oft tíðablóð í gömlum sögum, eða kannski er réttara að segja að hann tákni kvenlegan styrkleika. Rauðklæddar konur í ævintýrum eru oft gæddar gífurlegum krafti og gáfum. Til dæmis er talið að sagan um Rauðhettu hafi þróast út frá annarri og miklu eldri sögu um rauðklædda konu sem át úlfinn og giftist síðar veiðimanninum – eða var það öfugt? Át hún veiðimanninn og giftist úlfinum? Að minnsta kosti var hún sterk, gáfuð og frjósöm. HVAÐ ER SOLLA AÐ PÆLA? Mér finnst brjóst ekkert stórmál. Sumir gera allt of mikið úr þessu með brjóstastærð og svoleiðis. Ég er a.m.k. ánægð með mín þó þau séu frekar lítil. Mér finnst brjóstin á mér bara flott og þykir vænt um þau og vil hafa þau eins og þau eru. 22 KVENMANNSBRJÓST Brjóst eru til af öllum stærðum og gerðum. Yfirleitt samsvarar stærð brjóstanna holdafari stúlkunnar … enda eru brjóst að megninu til fituvefur sem þýðir lítil fita, lítil brjóst – mikil fita, mikil brjóst. En brjóst þjóna nokkrum mikilvægum hlutverkum í lífi kvenna … þau eru auðvitað fyrst og fremst forðabúr og lífsbjörg afkvæmanna. Síðan geta þau verið mikilvæg í kynlífi okkar þar sem þau eru næm og búa oft yfir örvunarvirkni. Þetta er eins og margt annað mjög einstaklingsbundið. Það er eins með brjóstin og önnur kynfæri – þau eru best eins og þau eru. Láttu engan telja þér trú um að þau séu ekki af réttri stærð eða gerð. Þetta eru þín brjóst og það felst í því persónulegt niðurbrot að hlusta á gagnrýni um brjóstin á sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=