Kynlíf - Strákar

Stelpur ÓREGLULEGAR BLÆÐINGAR Það kemur fyrir að blæðingar séu óreglulegar. Þá líður oft langt á milli og blæðingarnar geta orðið frekar miklar en ef stutt er á milli verður blæðingin þeim mun minni. Ástæðan er sú að starfsemi eggjastokkana er ekki orðin stöðug. Öryggisauglýsingar Hafið þið tekið eftir orðalaginu í dömubindaauglýsingunum? Þú ert öruggari með … Óöryggið er úr sögunni með … Alveg ný öryggiskennd • Af hverju ættum við að vera svona óöruggar þótt við séum á túr? • Má enginn vita af því? • Eigum við að vera hræddar um að það komist upp um okkur? • Hvað erum við að gera af okkur? • Eigum við að skammast okkar? • Af hverju er verið að koma inn hjá okkur hugmyndum um óöryggi og skömm? • Af hverju er blóðið blátt í dömubindaauglýsingunum? • Pældu aðeins í því … 21 Á lfabikarinn Þetta er mjúkur margnota gúmmíbikar sem er settur neðarlega inn í leggöng meðan blæðingar standa yfir og er notaður í stað binda og/eða túrtappa. Hann tekur allt að 30 ml af tíðablóði. Bikarinn þarf að tæma á fjögurra til tólf tíma fresti. Bikarinn er unninn úr náttúrulegu gúmmíi en er einnig til úr sílikóni fyrir þær sem hafa ofnæmi fyrir gúmmíi. Hve lengi vara blæðingarnar? Flestar stúlkur eru aðeins þrjá til fjóra daga á blæðingum en sumar eru í sjö til átta daga og sumar styttra en þrjá daga. Hlutfallsskipting hundrað stelpur: 48 stelpur eru í þrjá til fjóra daga 35 stelpur eru í 5 til 6 daga 13 stelpur eru í 7 daga eða meira PÆLDU Í ÞVÍ KÁRI KYNFRÆÐINGUR TÍÐABLÓÐ Tíðablóð er blanda af rauðum blóðkornum, legslími, frumum og efnahvötum. Tíðablóð getur verið þunnt og tært eða þykkt og kekkjótt. Liturinn getur verið allt frá brúnum eða dökkrauðum yfir í bleikan eða gulglæran. Hve mikið magn missum við af tíðablóði við hverjar blæðingar? Það er mjög mismunandi – allt frá því að geta fyllt einn bolla upp í heilan lítra. „Get ég vitað hvenær ég er að nálgast egglos“ Já, það geturðu hæglega. Það er algengt að það komi smá útferð sem er þykkari en þú átt að venjast. Ef þú ert næm á líkama þinn getur þú fundið fyrir egglosinu. Sumar konur tala um seyðing neðarlega í hryggnum eða væga túrverki. Svo getur líka verið gagn að því að fylgjast með tíðahringnum. Þú þarft ekki annað en dagatal og rauðan blýant eða lit. Fyrsta daginn sem þú ert á túr seturðu einfaldlega rauðan punkt á dagatalið og bætir einum punkti við fyrir hvern dag þar til blæðingin hættir. Þetta snýst ekki bara um að vita hvenær egglos verður, heldur almennt um að þekkja líkama sinn og starfsemi hans. Kári kynfræðingur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=