Kynlíf - Strákar

BLÆÐINGAR – framhaldssaga í mörgum bindum Móðir, kona, meyja … þegar blóðið flæðir Hver kona fer að meðaltali 500 sinnum á túr á ævinni. Ýmsar vörur geta komið að góðu gagni þegar blóðið flæðir og þú kærir þig ekki um að opinbera gang lífsins og þína kvenlegu náttúru. Við kynnum gúmíbikar, bréfbindi, taubindi og túrtappa. Hvaða bindi er best að nota? Eru túrtappar betri kostur? Er til eitthvað annað en bindi og tappar? Hvað er álfabikar? Dömubindi Tappar og bindi búin til úr fyrsta flokks náttúruefnum njóta nú vaxandi vinsælda meðal kvenna. Þau má þvo og sjóða í þvottavél og þau eru til í mörgum stærðum og gerðum með vængjum eða g-streng, svo eitthvað sé nefnt. Náttúruleg og umhverfisvæn bindi og tappar 20 Túrtappar eru einn af valkostunum sem standa stelpum til boða þegar á blæðingum stendur. Þeir eru, eins og bindin, til í margs konar útfærslum. Ekkert er að því að nota tappa áður en byrjað er að sofa hjá. Sumum stelpum finnst ekkert mál að stunda sund eða líkamsrækt ef þær nota tappa en öðrum ekki. Þetta er alltaf þitt val. Það er sama hvort þú velur að nota tappa eða bindi, mikilvægast er að skipta reglulega um. Í túrtöppunum eru stundum efni sem geta valdið ofnæmi og óþægindum ýmiss konar, eins og klór, ilmefni, trefjar eða annað. Hvernig ber maður sig að? Sumar tegundir eru í hólk sem þú stingur inn í leggöngin og ýtir inn með öðrum minni hólk. Annars er tappinn bara í plasti ofan í kassanum. Þú tekur þá plastið burt, stingur tappanum inn í leggöngin og potar honum upp með fingri – eins langt og þú getur. Það er engin hætta á að þú týnir tappanum því leghálsinn lokar hinum enda ganganna. Tappar Dömubindi hafa lengst af verið þarfasti þjónn konunnar á meðan á blæðingum stendur. Þau eru til í margs konar útfærslum bæði að gerð, lögun, þykkt og efni. Þú getur verið viðkvæm fyrir sumum efnum sem eru í dömubindum, fundist önnur óþægileg eða óhentug. Framleiðendur nota stundum klórhreinsuð efni í dömubindin eða plastefni sem eru óþægileg við húðina. Sum bindi eru óþarflega rakadræg en það getur valdið þurrki og sýkingum. Flestar stelpur þreifa sig áfram til að finna hvaða bindi þeim finnst best að nota.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=