Kynlíf - Strákar

Stelpur B l æ ð i n g • N ý s l í m h ú ð • E g g l o s • F e r ð a l a g e g g s i n s • E g g i ð í l e g i n u • T Í Ð A H R I N G U R I N N litlar blæðingar meðal blæðingar miklar blæðingar egglos verkir dagur 1 dagur 1 dagur 1 Hér geturðu fylgst með tíðahringnum þínum. Fylltu inn á blæðiritið í 3 mánuði og þá kynnistu vel þinni eigin líkamsstarfsemi. Blæðirit TÍÐAHRINGURINN Í hverjum mánuði losnar egg úr egg jastokk konunnar. Í hverjum mánuði myndar legið blóðríka slímh úð til að taka við egginu. Í hverjum mánuði hreinsast slímhúð in út úr líkamanum, nema eggið hafi frjóvgast. Þessa hringrás í líkama kvenna köllum við tíðahring. FÖRUNEYTI hringsins Við miðum við að tíðahringurinn sé 28 dagar, talið frá fyrsta degi blæðinga að næstu blæðingum. Blæðingar verða vegna þess að legið býr sig undir þungun í hverjum tíðahring … en ef eggið frjóvgast ekki, þá losnar slímhúðin af innri vegg legsins og hreinsast út um leggöngin. Blæðingar standa yfir í 2 til 7 daga eða jafnvel lengur. Blæðingin getur verið mismikil og það getur jafnvel blætt mikið og lítið til skiptis. Þegar blæðingin hættir færðu kannski brúnleita útferð á meðan síðustu blóðdreggjarnar hreinsast út. 17 Ef kynþroskinn væri brúðuleikhús, þá væri heiladingullinn örugglega leikhússtjórinn. Hann er oft kallaður yfirkirtill og það eru skipanir frá honum, öðru nafni hormón, sem stjórna þroska eggjanna í eggjastokkunum og segja líkamanum hvenær eggið eigi að leggja af stað inn í legið. Eiginlega gegnir heiladingullinn lykilhlutverki í öllum þeim breytingum sem verða á okkur á kynþroskaskeiðinu, hvort sem við erum strákar eða stelpur. Við eigum honum mikið að þakka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=