Kynlíf - Strákar

14 Orðið píka er í daglegu tali orð yfir kynfæri konunnar. Þegar við tölum um píku erum við að vísa til ytri og innri skapabarma, sníps og legganga. Einnig gæti þvagrásaropið talist til píkunnar – vegna staðsetningar sinnar – mitt á milli sníps og legops. Eins og um margt annað í lífinu hafa píkunni verið gefin fjölmörg nöfn í gegnum tíðina. Sum eru talin klúr, en önnur eru hversdagslegri, sum fræðileg og enn önnur skáldleg eða forn. Hvaða orð finnst þér þægilegt að nota? Hver þeirra finnst þér ljót, óþægileg, dónaleg eða hallærisleg? píka skeið pussa pjalla tussa pjása kunta ögn rifa völva sköp ORÐAFORÐI PÍKA Þekkir þú fleiri orð sem ekki eru á listanum? Hvar hefurðu heyrt þau? Finnst þér þau falleg eða ljót? ______________________ _______________________________________________________________________________________________________ _______________________________________________________________________________________________________ Sjálfsskoðun Þó að þú þekkir píkuna þína eflaust nokkuð vel væri ekki úr vegi að kynnast henni betur. Skoðaðu þig. Þú þarft spegil og gott næði. Það er mikilvægt að þú sért örugg, róleg og afslöppuð. Þú getur lagst á hnén og haft spegil á milli hnjánna eða legið á bakinu með púða undir höfðinu og stillt spegli upp við vegg Þú skalt byrja á að skoða píkuna þegar fæturnir • eru saman. Hvernig bregst hún svo við þegar þú glennir fæturna í sundur. Sjáðu hvernig hún opnast og hreyfist. Þú skalt opna ytri skapabarmana og sjá hvernig • húðin sem snýr inn er glansandi og fínleg. Leggangaopið blasir nú við þér og þú getur • prófað að spenna grindarbotnsvöðvana og sjá hreyfinguna. Þú finnur eflaust hvernig blóðflæðið eykst þegar þú spennir vöðvana. Þú getur örvast kynferðislega við þetta. Næst skaltu gefa snípnum athygli. Snípurinn • er magnað fyrirbæri – eini líkamshlutinn sem er bara til að veita unað. Þú getur strokið húðina yfir hnúðnum og fundið taugaendana bregðast við. Þú getur nuddað snípinn aðeins og athugað hvað þér finnst gott. Opnaðu nú fyrir næmasta svæðið sem kemur í • ljós ef þú lyftir húðinni aðeins ofan af snípnum. Þarna liggja þúsundir taugaenda sem eru tengdir út um allan kropp. Spáðu í hvernig þig langar að snerta þig og • hvað þér finnst. „Hvað er útferð?“ Lára Útferð er þetta gulhvíta límke nnda sem þú finnur oft í nær buxunum þínum eftir að gelgjuskeiðið h efst. Þetta er bara aðferð líka mans við að halda píkunni rakri og hei lbrigðri. Útferðin breytist þeg ar líður á tíðahringinn. Fjórum – fimm d ögum eftir að blæðingum lýk ur verður hún glær og teygjanleg. Hún getur líka orðið svolítið lyktar sterk, en það er alveg eðlilegt. Ef þ ú hefur haft samfarir án þess að nota smokk og útferðin skiptir um lit eða lykt skaltu spjalla við lækni eða hjúkrunarfræðing, því þú gæ tir hafa smitast af kynsjúkdóm i. Kári kynfræðingur „Ég hef aldrei sofið hjá en ég held samt a ð meyjarhaftið sé farið. Telst ég þá ekki hrein mey?“ Dagný Jú jú, Dagný, auðvitað ertu hrein mey. Mey jarhaftið er örþunn himna framarlega í leggöngunum og það r ofnar mjög auðveld- lega. Sumar stelpur finna til sársauka þega r það gerist og það getur blætt pínulítið. Það getur ýmislegt or ðið til þess að haftið rofni, til dæmis getur það gerst á hestbaki, á reiðhjóli o.s.frv. En þú ert hrein mey þangað til þú hefur sa mfarir í fyrsta sinn. Kári kynfræðingur „Mér finnst brjóstin á mér hafa stækkað svo lítið þó að ég sé orðin kynþroska. Gætu þau átt eftir að stækka meira?“ Hulda Já, Hulda, það gæti alveg gerst. Brjóst eru auðvitað gríðarlega mismunandi, flöt, hnöttótt, stinn, mjúk og svo framvegis og þau stækka líka mishratt. Þau geta haldið áfram að stækka þar til þú ert orðin 21 árs og jafnvel lengur. Kári kynfræðingur KÁRI KYNFRÆÐINGUR SJÁLFSFRÓUN fyrir heilsuna, hamingjuna og egóið Snípurinn leikur yfirleitt stórt hlutverk hjá stelpum þegar kemur að sjálfsfróun. Hann er ótrúlega næmur. Ein leið til að fróa sér er að nudda snípinn og eru ýmsar leiðir færar í því og mjög einstaklingsbundið hvað virkar fyrir hverja og eina. Grindarbotnsvöðvarnir geta líka vakið unað – en með því að spenna og slaka á grindarbotnsvöðvunum eykst blóðflæðið og kynfærin örvast. Sumum finnst líka gott að nudda legopið eða fara með fingur inn í leggöngin. Einnig geta brjóstin verið mjög næm og þá sérstaklega geirvörturnar. Og ekki er allt upp talið – því sumar stelpur örvast við gælur á hálsi eða maga á meðan aðrar geta fengið fullnægingu við það eitt að hugsa um eitthvað kynæsandi. Það er engin uppskrift til. Þú bara prófar þig áfram til að læra á líkama þinn og sjálfa þig sem kynveru. Svo er heldur ekkert að því að fróa sér ekki, þörfin og áhuginn fyrir sjálfsfróun er mjög einstaklingsbundin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=