Kynlíf - Stelpur

Kynlíf Bull og vitleysa um kynlíf Það hefur sýnt sig að við höfum oft bullandi ranghugmyndir um kynlíf og samfarir – ranghugmyndir sem gætu truflað okkur verulega þegar við förum sjálf að þreifa fyrir okkur í kynlífi. Þessar hugmyndir okkar byggjast á sviðsettum kynlífssenum sem birtast okkur í fjölmiðlum og við förum að haga okkur samkvæmt þeim, því annars höldum við að við séum öðruvísi en allir hinir. Hættan er sem sagt sú að við fáum falska mynd af kynlífi í kollinn áður en við kynnumst því sjálf. Strákarnir fá þá hugmynd í kollinn að þeir þurfi að duga sem lengst í samförum og komast yfir sem flestar stelpur og stelpurnar eiga annaðhvort ekki að hafa kynhvöt eða vera stöðugt spólgraðar og fá fullnægingar á færibandi. KYNLÍF ER EKKI KEPPNISÍÞRÓTT Hvernig eru upplýsingarnar sem við fáum um kynlíf? Kynlíf í bíómyndum, bókum, tímaritum, á Netinu og víðast þar sem hægt er að nálgast það er í flestum tilfellum leikið, sett á svið sem söluvara. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að yfirleitt gefur þetta efni snarvitlausa mynd af kynlífi venjulegs fólks. Það er út af fyrir sig allt í lagi að láta sig dreyma um kynlíf með bláókunnugri manneskju upp við hillu á bókasafninu um hábjartan dag og fá fimm fullnægingar án þess að nokkur annar eigi erindi í sömu hilluna. Já, þetta er kannski skemmtileg fantasía, en um leið verðum við að átta okkur á að svona kynlíf er fjarri raunveruleikanum, fjarstæðukennt og stórhættulegt. Samt reynir afþreyingarmarkaðurinn endalaust að selja okkur svona lýsingar. Hvers vegna ætli það sé? Dæmi um bíómyndakynlíf: • þau hittast í lyftunni og horfast í augu (4 sek. liðnar), • kyssast (10 sek. liðnar), • rífa hvort annað úr fötunum (14 sek. liðnar), • hann lyftir henni upp og setur typpið inn (21 sek. liðin), • hún engist um af unaði, • þau hamast inn og út, • þau fá bæði fullnægingu (30 sek. liðnar). • fullkomið kynlíf á 1⁄2 mínútu … eða hvað? En það var engin ást, ekkert kelerí, enginn hlátur, ekkert káf og knús, enginn vandræðagangur, engin ný uppgötvun, ný upplifun, ekkert persónulegt, ekkert var raunverulegt. Hvernig eru kynlífssenur í bíómyndum gerðar? – Margir þekktir leikarar neita að leika kynlífsatriði eða nektaratriði yfirleitt. Ef það þykir óhjákvæmilegt að persónan sem þeir leika sjáist nakin eru því oft ráðnir staðgenglar til að leika kroppinn á þeim eða jafnvel einstaka líkamshluta. Með klippingu er síðan látið líta út eins og aðalleikkonan sé í ofsafengnum samförum, en í raun leikur hún bara andlitið á sér, axlir og upphandleggi, staðgengill 1 leikur bakið og rassinn og staðgengill 2 leikur brjóstin. – Þegar samfarir eru teknar upp er einhvers konar hlífum komið fyrir yfir kynfærum leikaranna svo þau sjáist ekki og snertist ekki í tökunum. Þetta veldur oft miklum vandræðagangi á tökustað og fæstir karlleikarar geta varist því að fá standpínu þegar atriðið er tekið upp þó að þeir reyni að láta eins og þeir séu bara í vinnunni. Sumir hafa lýst því hvað þeim hafi þótt þetta niðurlægjandi aðstæður og að karlleikarinn hafi endalaust beðið leikkonuna afsökunar, jafnvel í miðjum tökum, á því hvað typpið á honum léti illa að stjórn. KYNLÍF Í BÍÓ á Netinu í tímaritum í sjónvarpi í bíómyndum í klámmyndum í bókum um kynlíf í raunveruleikanum í tónlistarmyndböndum Hvar sjáum við kynlíf? annars staðar. Hvar? 53

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=