Kynlíf - Stelpur
Samskipti Ástarsorg … … þegar þrá eftir áhuga, athygli eða samvistum við aðra manneskju gengur ekki eftir. … þegar sambandsslit verða. Tilfinningaþroski Ástarsorg er mikilvægur þáttur í þroska mannsins. Þetta er ein af brellum náttúrunnar … allt er gert til að göfga þig, þroska og styrkja sem manneskju. Það lenda allir í ástarsorg á unglingsárunum og þú getur búið þig undir nokkrar svoleiðs dýfur. Þær geta verið andstyggilegar, meiðandi og erfiðar … en það er huggun harmi gegn að vita að ástarsorg er þroskandi og mannbætandi. Tilfinningalífið nær nýjum hæðum, eflist og dýpkar, og þú öðlast betri skilning á öðru fólki, líðan þess og tilfinningalífi. Rifjaðu það upp þegar þér líður sem verst að þessar tilfinningasveiflur, þessi sorg, höfnun og reiði – allur þessi sársauki – allt gerir þetta þér gott þegar fram líða stundir. – að loka á tilfinningarnar – Sumir velja að loka á tilfinningarnar. Leggja á flótta og reyna að forðast að finna til. Þannig geturðu aftengt þig, forðast sjálfið og frestað vandanum. En búðu þig undir sálarkrísur seinna á ævinni. Leiðin út úr ÁSTARSORGINNI ... TALAÐU … nú er gott að eiga einhvern góðan að sem þú getur treyst fyrir tilfinningum þínum. Besta ráðið í ástarsorg er að tala og tala og tala um líðan sína, vonbrigði, reiði, höfnun, vonleysi, sjálfsvorkunn og allt sem kemur upp í hugann … Biddu um HLUSTUN … ekki ráðgjöf Það kunna ekki allir að hlusta. Sumir halda að þú þurfir bara góð ráð og uppörvun. Þú gætir fengið svona viðbrögð … „Blessaður láttu ekki svona … komdu bara í bíó“ … „Hvað ertu að æsa þig yfir Siggu … það eru margar flottari en hún“ … „Ég hef nú líka átt rosalega erfitt … og þá var enginn góður við mig.“ Það er lítil hjálp í svona svörum. Þú þarft síst af öllu að heyra um raunir annarra eða láta gera lítið úr þinni ástarsorg eða láta gagnrýna þig fyrir viðbrögð þín. Fólk ætlar ekki að særa þig eða gera lítið úr tilfinningum þínum … allt er þetta vel meint, en kannski sagt í hugsunarleysi. Þess vegna verður þú að biðja um hlustun. Það er ekkert dónalegt að segja: „Viltu bara hlusta – ekki tala.“ – Þetta er sú líðan sem á við um flesta sem lenda í sorg – og þá er bæði átt við ástarsorg og sorg vegna annars konar áfalla. – Það er þó mjög mismunandi eftir efnum og aðstæðum hversu erfitt þetta sorgarferli er. Sumir fara hratt í gegnum það og ná að jafna sig á nokkrum dögum en aðrir eru í marga mánuði og jafnvel ár að ná aftur jafnvægi í sálina. SORGARFERLIÐ Afneitun er fyrst á dagskrá. Þá telurðu þér trú um að þetta geti ekki verið rétt. Depurð eða þunglyndi hellist síðan yfir og neikvæðar hugsanir eiga greiðan aðgang að þér. Uppreisn gegn aðstæðum – tilraunir eða vangaveltur um að snúa til baka, reyna aftur. Reiði yfir óréttlæti heimsins. Sátt við orðinn hlut – og nú koma í ljós ýmsir kostir í stöðunni. 1 2 5 3 4 Ef þú ert ekki í trúnaðarsambandi við foreldra þína, systkini eða vini þá er þetta rétti tíminn til að brjóta ísinn. Allir vilja hjálpa manni þegar erfiðleikar steðja að – trúðu því. Ef þú nærð ekki góðu sambandi við einhvern þér nákominn þegar þér líður illa skaltu endilega leita til kennara, skólasálfræðings, Rauðakrosshússins, Barna- og unglingageðdeildar eða heilsugæslustöðvar. Ekki þegja yfir líðan þinni. EKKI VERA EIN MEÐ SÁRSAUKANN! Það er líka stundum gott að vera ein með tilfinningum sínum og velta sér upp úr vanlíðan sinni. Þá er grátur besta lækning í heimi. Það getur verið hjálplegt að skrifa niður hugsanir sínar. Það getur farið illa fyrir sálinni ef þú passar ekki upp á að borða hollan og góðan mat. Og mundu að sætindi gera illt verra. Útivera og hreyfing geta auðveldað þér lífið og flýtt verulega fyrir bata, það er nú vísindalega sannað. • • • • • 45 eða eða MOLAR MOLAR MOLar MOLar MOLar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=