Kynlíf - Stelpur

Kynþroskinn Hvernig var að vera unglingur? Þetta var ótrúlega spennandi tímabil. Maður vaknaði á hverjum morgni svolítið öðruvísi en maður var kvöldið áður. Ég man að maður uppgötvaði kannski nýjar hugsanir, varð allt í einu mjög gagnrýninn og fór að sjá nýjar hliðar á málunum. Var þetta þá ekkert erfitt? Ja, ég skal alveg viðurkenna að þetta tímabil reyndi aðeins á taugarnar. Það er erfitt að vita ekki alveg hver maður er og hvað maður vill. Svo er þetta líka spurning um hvernig hinum líkar við mann og allt í kringum það. En að langflestu leyti var þetta Þú ert að ganga í gegnum rosalegt breytingatímabil þar sem þú breytist úr barni í ungling. Kynþroskinn er merkilegt fyrirbæri Fyrr en varir ertu í fullorðinslíkama … með nýja hugsun, nýjar hvatir, nýtt útlit … blæðingar, standpínu, brjóst og hár. Hormónin flæða og tilfinningarnar sveiflast. Það er eins og þú hafir allt í einu verið sett undir stýri á splunkunýjum bíl án þess að vera með bílpróf og nú er ætlast til að þú akir eins og þaulvanur bílstóri. Eða hvað? Nei, líklega ætlast enginn til þess. Við þurfum öll tíma til að aðlagast, læra af reynslunni og ná tökum á akstrinum smátt og smátt. allra besta mál og ég held það sé það hjá flestum ef þeir ná að vera sáttir við sjálfan sig og líkama sinn, farartækið sitt. Hvað finnst þér jákvæðast við unglingsárin? Líklega að fá þetta tækifæri til að kynnast sjálfum mér alveg upp á nýtt, þeirri manneskju sem ég var að verða, því á þessum tíma er maður að stíga mörg og stór þroskaskref, bæði líkamleg, félagsleg, tilfinningaleg og vitsmunaleg. Þarna er tækifærið til að skoða tilfinningar sínar, hugmyndir og skoðanir. Og það vöknuðu auðvitað milljón spurningar sem maður hefði þurft að fá svör við. – VIÐTAL VIÐ MANN SEM VIÐURKENNIR FÚSLEGA AÐ HAFA GENGIÐ Í GEGNUM GELGJUNA Þetta tímabil í lífinu býður upp á endalausa möguleika til að láta sér líða vel, upplifa, njóta og leika sér, já og vera ánægð með sig. Við getum ráðið miklu um það hvort þetta verði leiðinlegt og erfitt eða auðvelt og skemmtilegt. „að vera sáttur við sjálfan sig og líkama sinn“ ÉG VAR UNGLINGUR 3 Hvernig spurningar? Alls konar spurningar um líkamann, kynlífið, hitt kynið, já bara fullt af spurningum sem maður var kannski hræddur við. Margir unglingar eru að drepast úr hræðslu. Ert þú ekki hrædd við sumt sem þú hugsar eða gerir? Ha, ég? Það er ömurlegt að vera hræddur. Við erum líka oft hrædd við að gera okkur að fíflum. Allir kannast við það. Líður þér betur ef þú veist að við erum öll að kljást við svipaðar tilfinningar? Við hvern ertu að tala? Þá eða þann sem er að lesa þetta viðtal. Ég geri ráð fyrir að hann eða hún hlakki til að eiga frábær unglingsár. Og það er full ástæða til að hlakka til. Þú getur hlakkað til að kynnast sjálfri þér betur og þú átt líka eftir að sjá að öðrum líður svipað og þér. Eitthvað að lokum? Auðvitað. Við skulum ekki skemma unglingsárin með ótta og sjálfsgagnrýni. Af hverju er aldrei til neitt almennilegt að éta á þessu heimili?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=