Kynlíf - Stelpur

Kynhvötin er skemmtilegt fyrirbæri. Hún stýrir því hvað höfðar til þín kynferðislega. Á unglingsárunum verður kynhvötin stundum villt og frek. En það er eins með kynhvötina og tilfinningarnar … það þýðir ekkert að loka hana inni og reyna að taka ekki eftir henni. Þú ættir frekar að fagna henni og reyna að kynnast henni vel og skoða svo hvert hún vill leiða þig. Kynferðisleg viðbrögð stelpna … geirvörturnar harðna, píkan lifnar við – þær finna fyrir hita og slætti þegar blóðið streymir til barmanna og snípurinn kallar á snertingu. Kynferðisleg viðbrögð Það er ekki mikill munur á kynferðislegum viðbrögðum kynjanna … en líkamar þeirra eru ólíkir. Við kynferðislega örvun eykst blóðflæðið til kynfæranna. Það er sýnilegra þegar strákar verða graðir því þeir fá standpínu en þegar stelpur verða graðar blotna kynfærin. Kynferðisleg viðbrögð stráka … typpið lifnar við og þeir fá standpínu þegar blóð þrýstist inn í svampkenndan vef í limnum – typpið kallar á frekari örvun og snertingu. Hvað er þessi kynhvöt sem er alltaf verið að tala um? Hvað myndi Darwin segja? 10 Kynhvötin er svona grundvallar afl eins oghungur ogþorsti. Kynhvötin stjórnar áhuga okkar í kynlífinu og hvert sá áhugi beinist. Kynhvötin er fyrst og fremst kynlífssmekkur þinn og ákveður hvað þér finnst spennandi, æsandi og ánægjulegt. Frá náttúrunnar hendi sér kynhvötin til þess að tegundin fjölgi sér. Flestar tegundir aðrar en maðurinn eiga sér sérstakan fengitíma, en það er tíminn þegar kven- dýrin eru frjó og bjóða því upp á samfarir svo að nýir einstaklingar verði til. Þá er það kynhvötin sem tryggir að sem flest afkvæmi verði getin um fengitímann. Hjá okkur mannfólki er kynhvötin mun flóknari. Okkur langar til að stunda kynlíf þó að við séum alls ekkert að plana það að eignast afkvæmi. Reyndar held ég að fæstir stundi kynlíf eingöngu í þeim tilgangi. Sumir fræði- menn hafa haldið því fram að ein- hvern tíma fyrir tugþúsundum ára hafi mannkynið verið í útrýmingarhættu og náttúran hafi brugðist við með því að gera okkur bæði gröð og frjó allt árið í stað þess að við ættum okkur sérstakan fengitíma. En hvað um það, kynhvöt okkar og kynlíf er margbrotnara en hjá öðrum tegundum. Það er tilfinninga- lífið sem veldur því. Hann var fyrstur til að pæla í undirmeðvitundinni og setti fram alls kyns skemmtilegar kenningar um kynhvötina og kynlífið. Hann á hugmyndina um reðuröfund kvenna, þ.e. að konur öfundi karla af typpinu, og Ödipusarkomplexinum sem gengur út á girnd drengja til móður sinnar. Freud hélt því fram að kynhvötin væri sterkasta aflið í lífinu ... En það eru ekki allir sammála honum. Kynhvötin er að minnsta kosti mikilvægt afl ... hún er auðvitað mismikil hjá einstaklingum en taktu mark á henni og njóttu ævintýranna sem hún býður upp á. Hafið þið heyrt um Sigmund Freud ? Hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt? Við veltum því öll fyrir okkur hvort við séum eðlileg og flest efumst við einhvern tíma um að svo sé. Það er nú líka svolítið erfitt að vera eðlilegur þegar maður þekkir ekki alveg reglurnar og veit ekki hvaðan þær koma. En þó að hugtakið vísi til eðlis mannsins þá eru reglurnar um hvað sé eðlilegt mannanna verk mjög mismunandi eftir því hvar á hnettinum maður á heima. Það sem þykir fullkomlega eðlilegt í Næróbí er fráleitt eðlilegt í Færeyjum. Mörkin í kynlífinu Þegar kemur að kynlífinu er þó mikilvægt að skoða hvað er eðlilegt og hvar mörkin liggja gagnvart manni sjálfum og öðrum og að maður geri bara það sem manni finnst eðlilegt og finnur að líkamann langar til … en … maður framkvæmir aldrei það sem getur verið hættulegt eða meiðandi gagnvart öðrum. Þar liggja mörkin. Munurinn á þeim sem eru eðlilegir annars vegar og dónar eða kynferðisafbrotamenn hins vegar liggur í því að vita hvar mörkin liggja og virða þau. Samfélagið setur líka mörk til að vernda fólk gagnvart þeim sem fara ekki eftir reglunum og t.d. tæla, virða ekki aldursmörk, þvinga eða beita hvers kyns ofbeldi. Ofbeldi er aldrei leyfilegt. Hver og einn ræður yfir sínum líkama.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=