Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

9 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Áður en hafist er handa við að skoða og kanna efni bókarinnar með nemendum er mikilvægt að kanna þá forþekkingu og forhugmyndir sem nemendur búa yfir um efnið. Það gefur þér, sem kennara, betri skilning á því hvar nemendur eru staddir og þar með ákveðinn grunn til að vinna út frá, bæði í verkefnum og umræðum. Í þessum kafla eru tilfinningar nefndar og það er góð hugmynd að vinna með tilfinningagreind út frá því. Að kenna nemendum að tala um og bera kennsl á eigin tilfinningar er mikilvægt skref í tilfinningaþroska þeirra. Það hjálpar þeim að gera sér betur grein fyrir því sem þau eru að upplifa og geta þá um leið tjáð sig um þær því þau hafa orðaforðann eftir kennsluna. Nemendur sem eiga í erfiðleikum með tilfinningastjórnun geta grætt mikið á kennslu sem þessari því þau geta þá betur tjáð sig um eigin upplifanir. Hugtök Kyn (e. sex) er okkar líffræðilega kyn. Í daglegu tali á Íslandi er hugtakið kyn notað jafnt yfir líffræðilegt kyn, kynvitund okkar og félagslegt kyn (kyngervi), gagnlegt er að gera greinarmun á þessu við nemendur. Kyngervi (e. gender) er félagslega mótað kyn, þ.e. mótað af samfélaginu og þeirri menningu sem við ölumst upp í. Kyngervi tekur mið af þeim væntingum sem samfélagið gerir til okkar út frá kyni okkar, t.d. hver ættu að vera áhugamál okkar, uppáhalds litur, hvaða klæðaburður er við hæfi eða jafnvel hvaða vinnu/hlutverki við eigum að sinna. Kynlíf (e. sex life) er samþykk kynferðisleg reynsla sem fólk upplifir eitt með sjálfu sér eða öðrum einstaklingi. Kynvitund (e. gender identity) er það hvernig við upplifum okkar eigið kyn, það tengist ekki líffræðilegum þáttum heldur einungis upplifun einstaklingsins. Bls. 8–9 Verkefni – Forhugmyndir og forþekking Unnið í litlum hópum. Hver hópur fær blað með hugtökunum Kyn og Kynlíf í miðju blaðsins. Nemendur teikna og/eða skrifa allt sem þeim kemur til hugar þegar hugsað er um hugtökin tvö. Önnur möguleg útfærsla er að nota forrit til að búa til gagnvirkt hugtakaský (t.d. www.mentimeter. com). Bls. 10–11 Umræðupunktar Athugið að í ensku útgáfunni nefnist námsefnið Sex is a funny word. Þess vegna spyr kennarinn á bls. 11: Hvað gerir kynlíf að fyndnu orði. • Hvað datt ykkur í hug þegar þið heyrðuð orðin Kyn og Kynlíf? Finnst ykkur þau fyndin eins og Míu eða Kára? • Hvað ætli Aló eða Ómari finnist um orðið? Hvernig haldið þið að þeim líði á síðustu myndinni? • Hvaða fleiri orð dettur ykkur í hug sem hafa margar merkingar? o Fyrir kennara – t.d. dýr, hús (blokk-bústaður o.s.frv.) …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=