Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 44 Verkefni – Hlutverkaleikur í samskiptum Af bls. Í flestum klípusögunum hér á eftir eru tvö hlutverk. í sumum er hægt að bæta við hlutverkum vilji nemendur það og í klípu 3 þarf nokkra nemendur. Gott er að nemendur sem leika í atriðunum fái að æfa sig áður en sýnt er fyrir nemendahópinn. Einnig má leysa klípurnar í sameiningu með umræðum. Tvö börn eru að reyna að finna réttu leiðina á nýjan leikvöll en eru ósammála um hvernig á að komast þangað. Þessir vinir þurfa að ræða saman og vera sammála um hver sé réttasta leiðin. Bestu vinir lenda í rifrildi út af misskilningi og hætta að tala við hvort annað. Þau þurfa að finna leið til að byrja að ræða saman, segja hvernig þeim líður, leysa vandamálið og laga þannig vináttu sína. Hópur af vinum eru að fara að halda óvænta afmælisveislu fyrir vin en eru ósammála um hvernig á að skreyta fyrir afmælið og hvaða leiki eigi að fara í. Þau þurfa að finna leið til að geta rætt rólega saman og finna lausn sem öll eru sammála um að sé best. Vinkona þín fór út að labba með hundinn sinn en hundurinn slapp og hljóp í burtu. Hún vill ekki segja foreldrum sínum frá því og veit ekki hvað hún á að gera. Hvernig getur þú hjálpað henni að finna lausn? Ætti hún að halda þessu leyndu eða segja foreldrum sínum frá því hvað gerðist? Hvernig ætti hún þá að segja þeim frá því? Tveir nemendur eru að spila nýtt spil en eru ósammála um hverjar spilareglurnar eru og bæði eru orðin pirruð. Þau þurfa að finna leið til að geta rætt saman á góðan hátt um hvernig þau skilja reglurnar og fundið út í sameiningu hverjar reglurnar raunverulega eru.  1 2 3 4 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=