Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 33 Af bls. Í hverju atriði eru tveir einstaklingar og því þarf ávallt tvo nemendur fyrir hvert atriði. Gott er að nemendur fái að æfa sig í smá stund áður en þau sýna fyrir framan nemendahópinn. Áður en nemendur byrja að leika, leggðu áherslu á að nota skýr samskipti þegar við erum að setja mörk. Minntu þau á að þau hafa ávallt rétt á að neita snertingu sem þeim finnst óþægileg og að virða mörk annarra er mikilvægt í að byggja um góð vináttusambönd. Tveir vinir, Adam og Leó, sitja hlið við hlið. Leó er alltaf að snerta hárið á Adam. Adam vill ekki að Leó sé að gera það svo að hann þarf að æfa sig í að segja „Ertu til í að hætta að snerta hárið á mér án þess að spyrja mig? Mér finnst það óþægilegt.“ Emilía sér vinkonu sína, Auði, og langar að heilsa henni með knúsi. Auði finnst hins vegar knús óþægileg, sérstaklega þegar knúsin eru óvænt. (Hægt er að leika þetta eftir á tvo mismunandi vegu): a) Lilja segir ákveðið „Emilía, mig langar ekki í knús, getum við frekar gefið hvor annarri fimmu?“ b) Emilía spyr „má ég knúsa þig?“ Lilja svarar „já, en bara laust.“ Jakob og Emil standa í matarröðinni. Jakobi finnst að Emil standi allt of nálægt sér og finnst það óþægilegt. Jakob segir við Emil: „Emil, ertu til í að gefa mér aðeins meira pláss. Mér finnst óþægilegt þegar þú stendur svona nálægt mér.“ Lísa er að kveðja ömmu sína sem biður hana um að kyssa sig bless en Lísu finnst það óþægilegt, hún vill bara kyssa mömmu sína og pabba. Lísa segir við ömmu sína: „Amma, mér finnst óþægilegt að kyssa aðra en mömmu og pabba. Getum við frekar knúsast bless?“ María og Benni eru að labba saman þegar María reynir að halda í höndina á honum án þess að spyrja hann um leyfi. Benni vill það ekki og segir: „María, ég vil helst ekki haldast í hendur. Löbbum bara hlið við hlið.“ 1 2 3 4 5 ADstædur snertinga
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=