Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

6 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Við lok 7. bekkjar getur nemandi ... • lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu. • lýst með dæmum gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dygða og gildismats fyrir eigin sjálfsvitund. • áttað sig á ólíkum kynhlutverkum á nokkrum sviðum og hvernig þau mótast og breytast. • gert sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum. • vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda, hvernig vinna megi með þau á sjálfstæðan og uppbyggjandi hátt. • lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á, áhrifum þeirra á hugsun og hegðun. • metið jákvæð og neikvæð áhrif ýmissa áreita í umhverfinu á líf hans og tekið gagnrýna afstöðu til þeirra. • gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess. • sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum. Félagsheimur Við lok 4. bekkjar getur nemandi ... • tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi. • áttað sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og ber virðingu fyrir mismunandi lífsviðhorfum og lífsháttum. • hlustað á og greint að ólíkar skoðanir. • rætt um valin samfélagsleg og siðferðileg málefni. • rætt um réttindi sín og skyldur í nærsamfélaginu og sýnt ábyrgð í samskiptum við aðra og þekkt til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. • tjáð þekkingu sína og viðhorf með ýmsum hætti. • áttað sig á gildi jafnréttis í daglegum samskiptum. • sýnt tillitssemi og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra. • sýnt að hann virðir reglur í samskiptum fólks, skráðar og óskráðar, og nefnt dæmi um slíkar reglur. • sýnt tillitssemi og umhyggju í leik og starfi. Við lok 7. bekkjar getur nemandi ... • borið kennsl á ólíkan bakgrunn fólks og virt frelsi þess til mismunandi trúar, lífsgilda, skoðana og lífshátta. • metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum á fordómalausan hátt. • rökrætt um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga. • tekið þátt í samræðu um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur, sýnt ábyrgð í samskiptum og átti sig á réttindum sínum samkvæmt alþjóðasáttmálum. • nefnt dæmi um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu og rætt áhrif staðalímynda. • sýnt sanngirni, sjálfstraust og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra. • rætt reglur í samskiptum fólks og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=