Kyn, kynlíf og allt hitt - kennsluleiðbeiningar

Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 28 Verkefni – Pegar ég fæddist Af bls. Ég er að fara að vinna verkefni í skólanum um mig þegar ég fæddist og til að geta unnið það þarf ég að fá svör við nokkrum spurningum! Áður en ég fæddist, var vitað hvort ég væri strákur eða stelpa? Klukkan hvað fæddist ég? Ef þú manst ekki klukkan hvað, fæddist ég fyrir eða eftir hádegi? Hvað var ég með marga fingur? Hvað var ég með mörg augu? Hvað var ég með marga fætur? Ég þarf að fá mynd af mér þar sem ég er nýfætt barn til að vinna verkefnið mitt í skólanum. Getur þú látið mig fá mynd með í skólann eða þá sent mynd á kennara minn? Netfangið er: Orðsending frá kennara: Tilgangurinn með þessu verkefni er að vekja athygli á því að allir líkamar eru eins, að undanskyldum þeim kynfærum sem við erum fædd með. Sumar spurningar kunna því að virka undarlegar í þínum augum en hafa þann tilgang að vekja athygli á því hversu líkir líkamar okkar eru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=