5 Kyn, kynlíf og allt hitt | Kennsluleiðbeiningar © Menntamálastofnun 2023 | 40711 Eins og fram hefur komið fellur efnið í Kyn, kynlíf og allt hitt vel að hæfniviðmiðum skólaíþrótta, náttúru- og samfélagsgreina og hér eru dæmi um það: Skólaíþróttir Heilbrigði og velferð í skólaíþróttum Helstu þættir heilbrigðis sem leggja skal áherslu á eru: hreyfing, jákvæð sjálfsmynd, næring, hvíld, andleg vellíðan, skapandi hugsun, jákvæð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra. Aðalnámskrá hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi … • unnið með þær tilfinningar sem fylgja því að vinna og tapa leikjum. • gert sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans. • útskýrt líkamlegan mun á kynjum. Við lok 7. bekkjar getur nemandi ... • sýnt virðingu og góða framkomu hvort sem leikur vinnst eða tapast. Jafnframt viðhaft jákvæð og árangursrík samskipti til að efla liðsanda. • rætt líkamsvitund, kynheilbrigði, staðalímyndir í íþróttaumfjöllun og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi. • útskýrt misjafnan líkamlegan þroska einstaklinga og kynja. Samfélagsgreinar Reynsluheimur Við lok 4. bekkjar getur nemandi ... • borið kennsl á gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju og sáttfýsi. Við lok 7. bekkjar getur nemandi ... • sýnt fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti, umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi. Hugarheimur Við lok 4. bekkjar getur nemandi ... • sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af búsetu, uppruna, fjölskyldu, siðum og venjum. • bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda fyrir sjálfan sig. • bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim. • gert sér grein fyrir hvar styrkur hans liggur. • áttað sig á og lýst ýmsum tilfinningum, svo sem gleði, sorg og reiði. • gert sér grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem hafa áhrif á líf hans. • gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna. • sett sig í spor annarra jafnaldra.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=